Sara og Bill höfðu reynt að eignast barn í langan tíma, sem endaði því miður alltaf með fósturmissi. Eftir fjölmargar frjósemismeðferðir ákváðu þau að leitast eftir að fá staðgöngumóðir.
Sjá einnig: Staðgöngumóðir hættir eftir 16 meðgöngur
Sú sem varð fyrir valinu var móðir Sara, Kristine, en hún var 60 ára gömul þegar ákvörðunin var tekin. Hún hafði gengið í gegnum tíðarhvörf en byrjaði hormónameðferð og eftir tvær misheppnaðar tilraunir varð Kristine ófrísk af syni þeirra hjóna og varð þar með í leiðinni amma hans.
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.