7 algengustu ástæður framhjáhalds

Það var svolítið áhugavert að lesa þessa grein inn á Cosmo fengnir voru nokkir kynlífs- og sambandssérfræðingar til þess að koma með 7 algengustu ástæður fyrir því að karlmenn halda framhjá. Þessar ástæður geta nú átt við bæði kynin svo við höfum það bara þannig.

Hér eru þessar ástæður (fyrir utan bara að vera fífl):

1. Forðast nánd

„Sumir eiga erfitt með alvöru nánd og hún hræðir þá svo þessir aðilar halda sig alltaf í ákveðinni fjarlægð frá maka sínum með því að halda framhjá henni/honum“ segir sálfræðingurinn Gail Saltz. Með þessu móti þurfa þessir aðilar aldrei að stóla á neinn annan og verða særð/ir.  

2. Þrá nánd

Á hinn bóginn er svo til fólk sem leitar stöðugt að nánd utan sambands síns, að sögn Emily Morse sem er kynfræðingur. Hún segir að sum pör fjarlægist hvort annað með tímanum og tali ekki saman um það. Það verður oft niðurstaðan að leita að nánd annarsstaðar heldur en að tala um  það sem er að í sambandinu. 

3. Vilja alltaf upplifa spennuna

Þið vitið hvernig það er í byrjun sambanda, þið fáið ekki nóg hvort af öðru og spennan er rosaleg. Svo fara hlutirnar að verða þægilegri sem er ekki endilega slæmt en sumir þola það alls ekki og leita bara eitthvað annað eftir þessari spennu

4. Vilja hafa stjórnina

Sálfræðingurinn Gail Saltz segir einnig að þeir sem halda framhjá geri það gjarnan vegna þess að þeir elska að stjórna og finnst þau hafa völdin í sambandinu ef þeir eru að halda framhjá

5. Skortir viljastyrkinn

Emily Morse segir að margir sem haldi framhjá hafi bara ekki nægan viljastyrk til þess að segja nei. Manneskjan viti að hún sé að gera rangt en þegar tækifærið komi þá geti hún ekki sleppt því.

6. Hefur komist upp með þetta áður

Að mati Saltz halda ekki allir framhjá aftur og aftur en það er líklegt að það gerist aftur ef manneskjan vinnur aldrei úr því hvað það er sem rekur hana í að halda framhjá.

7. Vilja fjölbreytileika

Margir halda framhjá þrátt fyrir að vera ástfangnir af maka sínum, einfaldlega eru þessir aðilar í örvæntingrafullri leit að fjölbreytileika.

 


Sjá einnig:

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here