7 frábærir kostir við grænt te sem þú vissir kannski ekki

Grænt te er æði, ekki bara út af því að það er gott, heldur hefur það frábæra eiginleika.

Sjá einnig: 10 ástæður til að drekka grænt te

1. Hreinsar upp bólótta húð: Rannsóknir hafa verið gerðar í Bandaríkjunum sem hafa leitt í ljós að innihaldsefnin í grænu te hjálpa til við að eyða bólum. Prófaðu að útbúa grænt te og láta það kólna og nota það síðan sem andlitshreinsi tvisvar á dag. Þú getur líka notað tekpokann til að leggja á sýktu svæðin.

2.  Læknar þvarfærasýkingar: Ef þú ert með þvagfærasýkingu, drekktu 2 til 3 bolla af grænu te til að losna við sýkinguna. Teið mun minnka bólguna í þvagblöðrunni og með því að drekka það reglulega, gætir þú komið í veg fyrir að sýkingin komi upp.

3.  Minnkar ofnæmi: Þegar þú ert að fá ofnæmi, drekktu grænt te. Teið getur minkað bólgur í ennis- og kinnholum og gefið þér vissan létti.

Sjá einnig: 9 súpergóðar ofurfæðutegundir

4.  Dregur úr bólgu í kringum augun: Ef þú vilt minnka bólguna sem er í kringum augu þín, settu þá tvo blauta tepaoka á augun og leggstu niður í  um það vil 15 mínútur.

5.  Minnkar astmaeinkenni:  Andoxunarefnin í grænu te virkar á svipaða vegu og astmalyf. Reyndu því að drekka tvo bolla af grænu tei á hverjum degi til að halda astmaeinkennunum í skefjum.

6.  Linar verki sem tengjast liðagigt: Ef þú drekkur fjóra bolla á dag af grænu tei, getur þú minnkað verkina sem fylgja liðagigt. Það er vegna bólgueyðandi áhrifa og andoxunarefnanna sem það inniheldur.

7.  Gerir hjartað þitt heilbrigðara: Það er ekki bara vegna þess að í því eru andoxunarefni, heldur getur það lækkað kólestról og minnkað hættu á æðastíflum.

Sjá einnig: 3 ástæður fyrir því að drekka grænt te yfir hátíðarnar

Fólk sem drekkur bolla af grænu tei á hverjum degi eru í 46% minni hættu á því að fá þröngar æðar. Það fólk sem drekkur allt að þrjá bolla á dag lækkar hættuna á hjartaáfalli um 43 % og að deyja úr hjartaáfalli um 70% og getur það minnkað líkurnar á öðru hjartaáfalli. Rannsóknin var gerð á 1900 sjúklingum sem voru að jafna sig eftir hjartaáfall í Boston. 44 % fleiri sjúklingar lifðu ef þeir drukku grænt te en þeir sem drukku ekki teið.

SHARE