7 hlutir sem að heilbrigt fólk gerir á hverjum morgni

Það er mismunandi hvaða hljóð við veljum til að vekja okkur á morgnana. Sumir nota hefðbundið vekjaraklukkuhljóð og meðan aðrir vakna við uppáhalds lagið sitt.

En hvað er það sem að heilbrigt fólk gerir um leið og það vaknar á morgnana?

1. Drekktu glas af vatni um leið og þú vaknar

Þetta kemur kerfinu af stað og þú vökvar líkamann í leiðinni og meltingin vaknar. Ef þú byrjar á þessu þá ferðu fljótlega að taka eftir breytingum á húðinni, hún verður bjartari og einnig verður meltingin betri. Góður bónus er ef þú kreistir sítrónu saman við vatnið eða setur eina teskeið af epla ediki.

2. Láttu tölvuna og símann alveg í friði í að minnsta kosti klukkutíma.

Sefur þú með símann við hliðina á þér og hann er það fyrsta sem þú grípur um leið og þú vaknar? Þetta er afar slæmur ávani. Ef þú getur hamið þig í því að ath tölvupósta eða skilaboð í símanum og Facebook í um klukkustund þá muntu finna að hugurinn er mun skírari, það er auðveldara að einbeita sér og þú ert hamingjusamari.

3. Hugsaðu um eitthvað eitt sem þú ert þakklát/þakklátur fyrir.

Þetta gerir það að verkum að þú ert jákvæðari yfir daginn. Ef þú getur komið upp með þrennt eða fleiri þá er það ennþá betra.

4. Farðu út á pall eða svalir og andaðu að þér ferskulofti með djúpum andardrætti, inn um nefið út um munninn.

Þarna fyllir þú lungun af fersku lofti. Jafnvel þó það sé vel kalt úti skaltu ekki hætta við. Þetta tekur bara 10 sekúndur! Að gera þetta minnir þig á að þú ert á lífi og ert að anda.

5. Hreyfðu líkamann.

Þú þarft ekki að stökkva inn í svakalegar æfingar svona rétt fyrir morgunverð, en að hreyfa líkamann bara örlítið er svo góð leið til að koma blóðinu af stað og hrista hann í gang. Gott er að gera teygjuæfingar. Já eða setja uppáhalds lagið á og dansa eins og enginn sé að horfa.

6. Taktu góðan tíma í að borða morgunmatinn.

Ekki teygja þig í morgunkornið. Einbeittu þér að alvöru morgunmat. Egg, hafragrautur eða smoothie eru frábær morgunmatur.

7. Spegillinn.

Stattu fyrir framan spegilinn og segðu eitthvað jákvætt um þig sjálfa/sjálfan.

Sem dæmi:

Ég er falleg/fallegur, ég hef sjálfstraust og þokka.

Allar frumur líkamans eru heilbrigðar og lifandi.

Mér líður vel þegar ég hugsa vel um mig sjálfa/sjálfan.

Ok, ertu til í þessa áskorun? Eftir smá tíma þá verður þetta að vana og hvað er betra en að vakna í góðu skapi og eiga enn betri dag framundan!

Heimild: foodmatters.tv

Þýðing:  Anna Birgis fyrir heilsutorg
SHARE