7 hlutir sem ég gerði til að missa 110 kg án þess að fara í megrun

Árið 2001 vóg Jon Gabriel 205 kg. Hann var búinn að reyna alla megrunarkúra sem til voru án árangurs. Hann jók á sig þyngd frekar en að losa sig við hana. Í yfirvigt, undir vinnuálagi og óhamingjusamur var Jon við það að gefast upp.
11. september 2001 varð vendipunkturinn í lífi hans. Hann átti að fljúga frá Newark til San Francisco þann dag og það var fyrir algjöra tilviljun að hann var ekki um borð með flugi United Airlines 93 sem var rænt af hryðjuverkamönnum og brotlent í Pennsylvaníu með þeim afleiðingum að enginn komst lífs af.

Jon áttaði sig á að lífið er einstakt tækifæri sem á ekki að sóa. Hann áttaði sig á að þyngd hans myndi að lokum drepa hann og ákvað að gera eitthvað í málunum. Næsta 2 og hálfa árið missti Jon yfir 100 kg. án megrunar, pilla eða skurðaðgerða. Hann hætti jafnframt að vera stressaður, vinnualki og byrjaði að lifa lífi drauma sinna. Bók hans The Gabriel Method (Aðferð Gabríels) er alþjóðleg metsölubók  sem hefur verið þýdd á 14 tungumál og um 350þ. hafa lesið um allan heim.

Hér fer frásögn Jon um hvaða aðferðum hann beitti en nánari upplýsingar má finna á heimasíðu hans.

Árið 2001 vóg ég meira en 200 kg. Ég reyndi hvern einasta megrunarkúr sem ég gat fundið til að létta mig. Ég meira að segja starfaði náið með Dr. Atkins í 2 mánuði og eftir að hann hafði rukkað mig um fleiri þúsundir dollara, þá var það eina sem hann gat gert að öska á mig fyrir að vera svona feitur.

Hver einasti megrunarkúr sem að ég prófaði endaði á sama hátt. Það var langur listi af mat sem ég mátti ekki borða. Ég fór eftir kúrnum alveg frá A til Ö. Ég missti einhver kíló vegna mikils vilja og sjálfsaga. Síðan kom sá óumflýjanlegi tími þegar ég gat ekki meira og gjörsamlega tróð í mig mat. Sama hvaða þyngd ég missti á kúrnum hún bættist aftur á mig á nokkrum dögum og viku seinna var ég orðin 3 kílóum þyngri en þegar ég byrjaði á kúrnum. Þetta ferli að missa 10 kg og bæta á mig 3 kg. byrjaði árið 1990 og hélt áfram þangað til í september 2001 þegar ég varð þyngstur 205 kg.

Þá kom vendipunkturinn: 11 september 2001 þá rétt missti ég af flugi með UAL 93. Sú reynsla skildi mig eftir með þá tilfinningu að sá tími sem ég væri búinn að lifa hefði aðeins verið fenginn að láni. Þarna var ég, gjörsamlega að drepa mig í stressmiklu starfi á Wall street og alheimurinn ákvað að gefa mér annað tækifæri.

Þannig að ég ákvað að koma mér af megrunarrússíbananum í eitt skipti fyrir öll og hét því að fara aldrei aftur í megrun. Ég var hinsvegar staðráðinn í því að finna út af hverju líkami minn virtist ýta mér út í að þyngjast meira og meira. Ég ákvað að finna út hvernig ég fengi hann til að vilja verða grannur aftur. Með bakgrunn í lífefnafræði frá Pennsylvaníuháskóla að vopni varði ég 12 tímum á dag í að rannsaka allt sem ég gat fundið um hormóna, ensím, taugaboðefni og boðefni sem valda þyngdaraukningu.

Ég lærði að það að missa þyngd sjálfkrafa felst ekki í að telja kaloríur, heldur að skapa rétta hormónaumhverfið fyrir líkama þinn sem stuðlar að þyngdartapi. Þar sem að stress og tilfinningaleg atriði geta valdið óæskilegum hormónaaðstæðum, verður að nálgast málið frá sjónarhorninu hugur/líkami. Við verðum að taka heildræna nálgun sem skoðar sálfræðilega og tilfinningalega hlið okkar, til jafns á við hvað við borðum og hvenær.

Á tveggja og hálfsárstímabili missti ég 110 kg. án megrunar. Ég hef haldið sömu þyngd í meira en 10 ár núna og hef enn ekki farið í megrun. Ég borða það sem ég vil þegar ég vil.

Hér eru lyklarnir að umbreytingu minni:

1. Ég hætti í megrun og byrjaði að næra líkama minn.


Með rannsókn minni lærði ég að líkami minn var í svelti nokkurra nauðsynlegra næringarefna, eins og omega-3 fitusýra, lífræns fæðis og hágæða próteina. Ég sá til þess að ég borðaði eins mikið af hágæða næringarefnum og ég þurfti. Ef að mig langaði í ruslfæði eins og sælgæti, snakk eða pizzu, þá borðaði ég það þegar ég vildi, án þess að hika. Að lokum fór ég að missa áhugann fyrir öllu ruslfæði þar sem að líkami minn lærði að vilja frekar hágæða næringarríka fæðu.

2. Ég lagaði meltinguna.


Ég uppgötvaði að ein af ástæðum þess að mig skorti næringarefni var sú að meltingin hjá mér var í ólagi, þannig að ég var ófær um að nýta til fullnustu næringarefni úr matnum sem ég borðaði. Meltingarvandræði geta líka valdið bólgum og bólguhormón setja líkama okkar í „safna fitu ham“. Ég byrjaði að borða fullt af gerjuðu og ræktuðu fæði og taka probiotics gerla og meltingarörvandi ensím til að koma meltingunni í réttan farveg.

3. Ég fékk mér CPAP vél við kæfisvefninum.


Kæfisvefn er ástand sem margir í yfirþyngd glíma við. Hann skapar hormónaástand í líkamanum sem hvetur til þyngdaraukningar með því að auka magn kortison, sem leiðir til löngunar í ruslfæði og viðnáms insúlíns. Kæfisvefn má meðhöndla með CPAP vél. Þessi tæki eru þannig að sjúklingurinn sefur með grímu sem er tengd við loftdælu eða loftkút og við það hækkar þrýstingur loftsins við innöndun en það dregur oftast úr eða kemur í veg fyrir kæfisvefn. Flestir sem eru með kæfisvefn vita ekki einusinni að þeir þjást af honum, þó að þeir sem búa með þeim ættu að vita það, þar sem að fólk með kæfisvefn hrýtur mjög hátt. Það kom í ljós að ég var með eitt af verstu tilfellum kæfisvefns sem svefntæknimennirnir mínir höfðu séð. Um leið og ég byrjaði að nota CPAP vélina fór ég að verða orkumeiri og hafði minni löngun í ruslfæði. Og þyngdin byrjaði að fara niður á við.

4. Ég byrjaði að nota hugaræfingar til að minnka stress.


Líkt og kæfisvefn þá veldur stress auknu kortisónmagni og bólgueyðandi hormónum. Þessi hormón leiða til aukinnar löngunar í mat og setja líkamann í langvarandi „safna fitu ham“. Margir átta sig ekki á hversu mikilvægt það er að draga úr stressi. Ég byrjaði að hugleiða á hverjum morgni, sem ég sá að var mjög áhrifarík aðferð til að draga úr stressi.

5. Ég skapaði miklu sjálfbærara líf.


Ég dró úr neyslu, flutti í ódýrara húsnæði og byrjaði að rækta hluta af þeim mat sem ég borðaði. Líf mitt varð mun sjálfbærara og ég varð rólegri og stöðugri. Ég elskaði að vita að í hvert sinn sem ég var svangur þá gat ég farið í bakgarðinn og borðað eitthvað ferskt og fullt af orku. Stresshormón voru ekki lengur að ferðast um kerfið hjá mér, valdandi eyðileggingu og umbreyta  likama mínum í vél sem safnaði fitu.

6. Ég vann úr mikilvægum tilfinningalegum atriðum.


Sumu fólki finnst það öruggara með aukaþyngd á líkamanum. Það er eins og líkaminn notaði þyngdina sem boxpúða gagnvart heiminum. Ég var í þeirri stöðu og ég vissi að ég varð að horfast í augu við tilfinningaleg atriði sem voru að valda líkama mínum óöryggi. Ég byrjaði að nota sjónmyndunaræfingar sem hjálpuðu mér að horfast í augu við fyrri áföll og finnast líkami minn öruggari til að byrja að missa þyngd.

Í gegnum árin hef ég orðið var við að 65-70% af þeim viðskiptavinum sem ég hef unnið með hafa notað líkamsþyngd sem einskonar vörn. Ég kalla þetta ástand „tilfinningalega offitu“. Þegar þú vinnur úr þeim málum sem eru að valda andlegri offitu og brýtur niður þá skoðun að fita samsvari öryggi, þá verður líkaminn mun viljugri til að losa sig við aukaþyngdina. Þegar ég eyðilagði þetta samband þarna á milli og þyngdin var ekki lengur að þjóna tilgangi, það er fitan lét mér ekki finnast ég öruggur, fór öll yfirþyngd af.

7. Ég afeitraði líkama minn.


Eftir að ég var búinn að missa um 90 kg. byrjaði ég að læra um eiturefni og hvernig líkaminn vinnur úr og gegn eiturefnum. Það kom í ljós að líkaminn notar fitufrumur til að geyma umframeiturefni. Ég uppgötvaði að þau síðustu 20 kg. sem líkaminn minn hélt í voru þarna sem geymslurými fyrir uppsöfnuð eiturefni. Ég byrjaði að lifa því sem ég kalla „afeitrunarlífstíl“. Í grundvallaratriðum þá byrjaði ég að vökva líkamann með basískum vökvum, eins og vatni með sítrónusafa eða eplacider, grænum safa og fullt af salati og spírum. Það gerði trikkið, af því að ég missti síðustu 20 kg. á mun styttri tíma en ég missti fyrstu 20 kg., þannig að hraðinn á þyngdarlosun minni jókst allt til enda.

Hugur/líkami nálgun sem nærir líkamann og dregur úr sálfræðilegu, andlegu og tilfinningalegu stressi sem veldur þyngdaraukningu er skynsamlegasta og sjálfbærasta aðferðin til þyngdarlosunar. Ég hef unnið með tugum þúsunda fólks í 60 löndum þar sem ég hef kennt þessa aðferð og niðurstöðurnar eru ótrúlegar. Fólk sem hefur barist alla ævi við fitupúkann og  jó-jó megrun hefur nú misst 25, 50 og 100 kg. án megrunar með því að fara eftir formúlunni.

 

SHARE