7 hlutir sem gott er að kunna í „neyð“

Það er svo gaman að hafa ráð undir rifi hverju, svona í dagsins önn.

 

Hér eru nokkur skemmtileg atriði sem gaman er að kunna:

1. Notaðu strokleður til að ná blettum úr rúskinni. Þetta virkar í ótrúlega mörgum tilfellum

Screen Shot 2015-03-31 at 10.51.39 AM

 

Sjá einnig: Húsráð: Tíu frábærar leiðir til að nota edik

2.Það týnast engar skrúfur úr sólgleraugunum ef þú penslar á þær örlitlu glæru naglalakki

Screen Shot 2015-03-31 at 10.51.12 AM

3. Ef festingarnar eru alltaf að týnast af eyrnalokkunum, er hægt að nota strokleður af blýant til að halda þeim á

 

Screen Shot 2015-03-31 at 10.50.31 AM

 Sjá einnig: 9 húsráð sem snúa að fötunum þínum

4. Ef nýi leðurjakkinn þinn er stífur, láttu þá örlítið vatn á hann eða farðu í honum út í rigningu

Screen Shot 2015-03-31 at 10.47.47 AM

5. Ef skórnir þínir eru þröngir, settu þá vatn í poka og ofan í skóna og inn í frysti. SVÍNvirkar!

Screen Shot 2015-03-31 at 10.45.40 AM

Sjá einnig: 10 alveg ómissandi eldhúsráð

6. Ef þú færð farða í hvíta bolinn þinn, settu þá smá rakfroðu á blettinn og þú sérð hann ekki meir

Screen Shot 2015-03-31 at 10.45.16 AM

7. Ef þú færð lykkjufall geturðu stoppað það með því að setja á það naglalakk, helst glært, eða spreyja á það hárspreyi

 

Screen Shot 2015-03-31 at 10.40.46 AM

SHARE