7 kynlífs„trix“ sem HANN vill að þú kunnir

Kynlíf er alls staðar þó við séum ekki að horfa á kynlífssenur allan daginn, þá erum við að horfa á frægt fólk gera út á nekt og kynlíf. Við vitum kannski varla hvaða væntingar maður á að hafa og hvað er óraunhæft þegar kemur að því að vera nakin.

Ef þú vilt halda kynlífinu fersku í langtímasambandi eða þú vilt finna fyrir meira sjálfsöryggi í svefnherberginu, þá er fullt af hlutum sem þú getur gert án þess að fara yfir strikið.

Prófaðu bara þessi trix:

1. Spjaldatrixið

Fólk ætti ekki að stunda kynlíf án þess að tala um það – af kærleika, einlægni og óttaleysi, og tala oft um það. Hvernig getum við annars vitað hvernig á að gleðja hvert annað? Fólk í samböndum biður oft ekki um það sem þau vilja vegna þess að þau eru hrædd um að þau fái það ekki. Ef þú hinsvegar spyrð ekki, geturðu verið 100% á að þú fári ekki það sem þú vilt. Samtöl geta verið forleikur, innileg og heit. Vertu hugrökk/rakkur. Dr. Ava Cadell stingur upp á þessum kynlífsleik. Taktu kvöldið frá. Útbúið miða eða lítil spjöld til að skrifa á.

Þið skrifið á spjald allar kynlífsfantasíur ykkar. Allar, hversu vandræðalegar eða „taboo“ þér finnst þær vera.

Lesið síðan spilin ykkar saman og skiptið í þrjá bunka: bunka með fantasíum sem þú vilt að verði að veruleika, bunka með fantasíum sem eiga bara að vera fantasíur áfram og bunka með fantasíum sem gera ekkert fyrir annað ykkar.

Þessi seinasti verður bara „ruslið“ og þið haldið hinum tveimur bunkunum. Annað ykkar dregur svo spjald úr öðru hvorum bunkanum og þið gerið það sem stendur á því. Ef hann velur núna, velur þú næst. Ef það sem er valið er fantasía sem þið viljið halda sem fantasíu, þá gerið þið það auðvitað ekki, en getið notið ásta og talað um það. Dæmi: Hann velur fantasíu þar sem hann er með þér og annarri konu (mjög algeng fantasía). Talið saman um það í smáatriðum og hver gerir hvað við hvern.

2. Spangartrixið

Þegar þú strýkur spöngina á manninum þínum, holdið milli endaþarms og eistna, er oft vanræktur staður. Þegar svæðið er strokið ná karlar nýjum hæðum af nautn.

3. Kúlutrixið

Eistu eiga að vera snert og eru svo næm fyrir snertingu og veitir honum djúpstæðan unað. Gældu við þau, strjúktu og sjúgðu þau. Ekki sleppa þeim í ástarleikjum.

4. Trixið á fornboðna staðnum

Já við erum að tala um endaþarm. Ekki þinn heldur hans. Rétt fyrir innan endaþarmsop mannsins er blöðruhálskirtillinn, g-blettur karlmannsins. Byrjaðu á litlum hringjum í kringum endaþarm hans og svo geturðu aðeins örvað endaþarmsopið sjálft með fingrum eða tungu. Svo geturðu jafnvel sett einn fingur inn. Mælt er með því að fara varlega og passa upp á að neglur valdi ekki rispum eða særindum. Hægt er að kaupa fingrahlíf úti í apóteki sem sniðugt er að nota.

Þegar þú ert komin að g-bletti hans, finnur þú fyrir, eins og hálfri golfkúlu með fingurgómunum og það er þar sem þú vilt vera. Prófaðu að gera hreyfinguna „komdu hérna“ með fingrinum. Allur efi mun fjúka út um gluggann þegar þú sérð hvað þetta veitir honum mikinn unað. Treystu okkur.

5. Þekktu sjálfa þig-trixið

Æfingin skapar meistarann og ef þú fullkomnar fullnægingarnar þínar ein og sér mun það gefa þér sjálfstraust til að slaka á í kynlífinu. Það fyrsta sem þú þarft að gera er að útrýma hugmyndinni um að þú þurfir að fá fullnægingu í gegnum samfarir. Það eru mjög fáar konur sem ná því og sumar sem segjast gera það eru að ljúga. Flestar konur geta hins vegar fengið fullnægingu með sjálfsfróun og það er frábær leið til að læra hvað raunverulega virkar fyrir þig.

Slepptu öllum hömlum og gefðu þér tíma. Prófaðu mismunandi tegundir af titrara. Prófaðu líka mismunandi stellingar; á bakinu, á stól eða krjúpandi fyrir framan spegil. Snertu þig á mismunandi vegu. Til dæmis geturðu prófað að leika bara við barmana þangað til þú ert alveg að fara að fá það og þá kemurðu beint við snípinn. Byggðu upp spennuna hægt; haltu þér nálægt fullnægingunni eins lengi og þú getur. Uppgötvaðu hvað hentar þér best og útskýrðu það fyrir maka þínum. Hann getur ekki lesið hugsanir þínar.

6. Fróunar-trixið

Stundaðu sjálfsfróun fyrir framan manninn þinn. Fróaðu honum og láttu hann horfa á. Lýstu því í orðum hvað þú ert að gera.

7. G-bletts-trixið

Góðu fréttirnar er að þú ert 100% með G-blett. Slæmu fréttirnar eru að það getur stundum verið erfitt að finna hann. Hann er ekki á nákvæmlega sama stað hjá okkur öllum. Bletturinn eða svæðið er staðsett hér um bil 5 -7 cm inn í leggöngunum á framveggnum, þ.e. veggnum sem snýr að kviðnum. Til að finna G-blettinn þinn þarftu bara að stinga inn einum eða tveimur fingrum með lófanum upp. Þrýstu svo varlega í framvegginn á leggöngunum, um það bil 5 cm inn í leggöngin. Þegar þú hittir á réttan stað gætirðu fundið fyrir þörf til að pissa. Mundu svo staðsetninguna og örvaðu blettinn reglulega. Þegar þú finnur fyrir tilfinningunni að þú þurfir að pissa, ekki spá í það. Ef þú örvar blettinn mun það enda með því að þú færð mikla unaðstilfinningu. Þegar þú ert búin að rannsaka og læra á þetta skaltu kenna maka þínum á þetta.

Heimildir: Yourtango.com

SHARE