7 leiðir til að bæta sambandið þitt í dag

Það er oft erfitt að halda ástríðunni í gangi í amstri dagsins. Oft gleymist að veita maka sínum þá athygli sem hann/hún þarf, en oft þarf ekki mikið til þess að búa til smá spennu í annars góðu sambandi.

1. Slökktu á símanum

174457198

Ef þú ert týpan sem er alltaf á Facebook eða leikjum á hinum ýmsu augnablikum. Í rannsókn sem Computers in Human Behavior birti, kom í ljós að það var neikvæð fylgni á milli þess að vera mikið á samfélagsmiðlum og þess hversu hamingjusamt fólk er. „Sumir fara í það að senda textaskilaboð í stað þess að hafa bein samskipti því það er auðveldara að segja hluti við fólk í skrifum en að segja það beint við manneskjuna,· segir Dr. Saltz. „Þetta er leið til að búa til fjarlægð.“

Auðvitað er alltaf sniðugt að senda sæt eða daðrandi skilaboð til maka þíns, en miklu betra að segja fallegu hlutina beint við hann/hana

2. Farið á sama tíma í rúmið

kúra sofa sleep

Líður þér eins og þið séuð aldrei ein saman? Þá er rosalega gott að fara á sama tíma í rúmið. „Háttatíminn getur verið eina tækifæri ykkar, yfir daginn, til þess að vera ein saman,“ segir geðlæknirinn Barton Goldsmith.

Þó þú sért náttugla þá ættir þú samt að fara upp í rúm með maka þínum. Þú getur alltaf farið aftur fram úr þegar hann/hún er sofnuð. Þið þurfið samt bæði að fá nægan svefn.

3. Gefðu maka þínum kaffibolla

couple-make-coffee-400x400

Stórar gjafir eru ekki leiðin til að tjá ást þína. Eitthvað einfalt eins og bara að hella upp á kaffibolla að morgni fyrir maka þinn getur gert ótrúlega hluti í sambandinu þínu.

4. Rifjaðu upp fyndið atvik

couple-laugh-out-loud-400x400

Stundum eru bestu minningarnar, fyndnu minningarnar. Rannsóknir sýna að pör sem hlæja saman að fyndnum minningum eru hamingjusömustu pörin.

5. Dansið fyrir kvöldmat

dance-in-kitchen-400x400

Pör sem gera nýja hluti saman, eiga betri ástarlíf samkvæmt rannsókn sem var birt í Journal of Personality and Social Psychology. Það er ekki endilega verið að tala um einhverjar rosalegar íþróttir heldur getur þetta verið einfalt. Það er til dæmis hægt að kveikja á skemmtilegri tónlist meðan þið hafið til matinn og dansa saman.

6. Stundið kynlíf á nýjum stöðum

sex-in-the-kitchen-400x400

Það að vera gaman að stunda kynlíf og ef það er orðið lítið „fútt“ í svefnherberginu ættuð þið kannski að prófa nýja staði. Farið inn á bað, eða inn í eldhús ef þið eruð bara tvö heima, sjáið hvað það mun gera fyrir ykkur.

7. Knúsið hvort annað

give-a-hug-400x400

Snertingar þurfa ekki endilega að vera kynferðislegar og það að knúsa hvort annað og haldast í hendur getur gert kraftaverk. „Það að snertast er líklega besta leiðin til að láta aðra vita að þú ert í sambandi,“ segir Barton. „Því meira sem þú snertir maka þinn því betur líður ykkur saman, þegar til langs tíma er litið.“

Heimild: Health.com

SHARE