7 leiðir til að nota Epsom salt

Epsom salt fær nafn sitt frá saltri og biturri vatnsuppsprettu í Surrey á Englandi og er það myndað úr magnesíum súlfati og 7 vatnsmólekúlum. Saltið er ótrúlegt og hægt er að nota það á mjög marga vegu, svo sem við aumum vöðvum, til að meðhöndla lítil sár, við þurri húð, fyrir bólgur og jafnvel suma sjúkdóma. Saltið er einnig með bestu húðskrúbbum sem fyrir finnast.

Sjá einnig: Máttur Epsom saltsins

warn-bath-with-epsom-salt

Sjá einnig: Hið himneska Himalayan-salt – Gott að vita!

Hér eru nokkrar leiðir sem þú getur notað Epsom salt til að bæta heilsu þína og útlit:

1. Við sólbruna

Epsom salt getur hjálpað til við að minnka sólbruna og minnkar kláða, því það hefur bólgueyðandi eigineika.

Blandaðu 2 matskeiðar við einn bolla af vatni. Settu blönduna í spreyflösku og spreyjaðu beint á brennda svæðið.

2. Sem þykkingarefni í hár

Vantar þig meiri fyllingu í hárið? Þessi heimagerða blanda mun hjálpa þér með það. Blandaðu saman tveimur hlutum af lífrænni hárnærinu við einn hluta af Epsom salti. Settu næringuna í hárið og láttu standa í 20 mínútur. Því næst skaltu þvo á þér hárið og endurtaka einu sinni í viku.

3. Leggðu þig í bleyti

Haltu húð þinni heilbrigðri og rakri með því að fara í Epsom salt bað. Settu tvo bolla af saltinu út í heitt baðið og vertu í baðinu í að minnsta kosti 15 mínútur. Gerðu þetta þrisvar sinnum í viku og þú munt fara að sjá mun á þér.

4. Við þurrum vörum

Fjarlægðu dauðar húðfrumur af vörum þínum og njóttu þess að vera með mjúkar varir. Blandðau saman einni matskeið af salti við 2 matskeiðar af kókosolíu og nuddaðu blöndunni á varir þínar.

5. Andlitshreinsir

Blandaðu svolitlu af Epsom salti saman við uppáhalds andlitshreinsinn þinn fyrir extra búst.

Sjá einnig:Húsráð: Sjö sniðugar leiðir til þess að nota salt

6 Húðskrúbbur

Saltið er fullkomið til að meðhöndla mjög þurra húð og grófari bletti á húð þinni. Blandaðu tveimur bollum af Epsom salti við 1/4 bolla af kókosolíu og settu þrjá dropa af Lavender olíu út í blönduna. Nuddaðu blöndunni á grófu húðina.

7. Fótavandamál

Epsom salt fótabað hjálpar þér að losna við bólgna fætur, liðaverki, fótasveppi og táfýlu. Settu einn bolla af salti út í bala af heitu vatni og hafðu fætur þína ofaní í að minnsta kosti 20 mínútur. Gerðu þetta á hverjum degi þar til þú ferð að taka eftir því að vandamálið þitt er að hverfa.

SHARE