7 ráð fyrir einstæðar mæður sem eru að fara aftur út á markaðinn

Þegar maður er komin með börn og ert fráskilin, þá getur verið erfitt að komast aftur út á markaðinn og kynnast einhverjum nýjum manni. Hlutirnir eru ekki alveg jafn einfaldir og þeir voru þegar maður var barnlaus og þurfti ekki að hugsa um neinn nema sjálfan sig.

Adriana Velez skrifar inn á StirMom síðunni og skrifaði þessi ráð fyrir einstæðar mæður sem langar að fara að „deita“ aftur. Það er mjög margt til í þessu hjá henni, en hún hefur verið einstæð í smá tíma eftir að hafa verið í 16 ára hjónabandi.

1. Ekki leyfa ókunnugum mönnum (ókunnugum fyrir börnin þín) að gista hjá þér þegar börnin eru hjá þér. Það hefur aldrei neitt barn sem hefur komið að ókunnugum manni, með handklæði utan um sig, að reykja út um eldhúsgluggann, hugsað „Vá frábært að mamma hefur fengið gott í kroppinn í kvöld. Mér finnst þetta frábært!“ Þetta er ekki góð hugmynd, en kannski þegar þið hafið verið saman í smá tíma og börnin hafa hitt kærastann, þá er kannski í lagi að hann gisti stundum. Vertu samt búin að „vara þau við“.


2. Ekki flýta þér að kynna börnin fyrir manninum sem þú ert að hitta. Ég er ekki að segja að ég viti hvenær nákvæmlega er best að kynna þau fyrir manninum en gefið þeim frekar lengri tíma en styttri. Sumir tala um 6 mánuði eða ár. Kannski finnur maður það bara þegar tíminn er réttur.

3. Vertu heiðarleg við börnin um hvað þú ert að gera. Auðvitað eru takmörk fyrir því hvað þú segir þeim og það fer auðvitað líka eftir aldri barnsins hverju þú deilir með þeim. Börn sem eru kominn yfir ákveðinn þroska geta alveg tekið því að mamma sé að fara á stefnumót, til þess hugsanlega að eignast mann einn daginn. Það gefur barninu tíma til þess að ómeðvitað undirbúa sig undir að kannski muni mamma eignas annan mann.

4. Hafðu börnin alltaf í 1. sæti. Þú vilt ekki gleyma þér í stefnumótalífinu og láta börnunum þínum líða eins og þau séu utanveltu. Það getur verið rosalega tímafrekt og truflandi að vera að „deita“ en þú verður að muna að hafa börnin í forgang, alltaf!

5. Talaðu um það opinskátt að þú sért foreldri. Auðvitað á það ekki að vera aðalumræðuefnið á stefnumótinu en þú ert mamma og það er eitt af þínum stærstu verkefnum frá degi til dags. Það er ágætt að hann geri sér grein fyrir því frá byrjun.

6. Ekki tala endalaust um krakkana þína. Hann er á stefnumóti með þér en ekki börnunum þín. Finndu aðra áhugaverða hluti til að að tala um líka. Þetta er þinn tími og njóttu þess!

7. Þó þú sért einstæð móðir þýðir það ekki að þú þurfir að sætta þig við hvað sem er. Ég er komin yfir það að vera hissa á því að einhverjum manni geti hugsanlega fundist ég sexý og skemmtileg. Ég má velja og þarf ekki að sætta mig við hvað sem er. Einstæðar mæður hafa ekki allan tímann í heiminum svo þú skalt ekki eyða tímanum í mann sem þú ert ekki hrifin af.

 

SHARE