7 setningar sem þú ættir aldrei að segja við maka þinn

Sambönd eru samvinna tveggja aðila sem aðlaga sig hvort/hvert að öðru og nýtur þess að vera saman. Í venjulegu samböndum koma oft upp ágreiningsmál og oft er það nauðsynlegt til að sambandið þróist.

Hér eru 7 setningar sem þú ættir aldrei að segja við maka þinn og hvað væri jafnvel betra að segja í staðinn:

1. „Þú ert alltaf…“ eða „Þú ert aldrei…“

Þessi orð geta verið algjör sprengja í samskiptum. Að alhæfa eitthvað og þessi orð hljóma eins og árás á persónu, ekki hegðun.
Betra: „Stundum þegar þetta gerist, verð ég óörugg/ur“

2. „Mér er alveg sama.“

Þetta segir í raun: „Ég vil ekki taka þátt.“ Þú sýnir maka þínum áhugaleysi gagnvart skoðunum maka þíns og klippir á tenginguna.
Betra: „Ég er ekki viss hvað mér finnst um þetta – geturðu hjálpað mér að skilja þig betur.“

3. „Þú ert bara alltof viðkvæm/ur.“

Þetta er klassísk gaslýsing. Þú afneitar upplifun hins aðilans og gerir lítið úr tilfinningum hennar/hans.
Betra: „Ég sé að þetta særði þig – segðu mér hvað gerðist í huganum þínum.“

4. „Þetta er þitt vandamál, ekki mitt.“

Í sambandi er lífið sameiginlegt. Þegar þú segir þetta, byggirðu vegg á milli ykkar í stað brúar.
Betra: „Við skulum reyna að finna leið saman – þó við séum ekki 100% sammála.“

5. „Þú ert alveg eins og mamma/pabbi þinn.“

Það er sjaldan sagt í góðum tilgangi. Slíkur samanburður eru niðurlægjandi og gerir það að verkum að maki þinn fer í vörn.
Betra: „Getur verið að þú sért að bregðast svona við að gömlum vana. Getum við rætt það?“

6. „Ef þú elskaðir mig raunverulega, myndirðu…“

Þetta er tilfinningaleg stjórnun. Ástin er ekki samningur eða próf og þess vegna ættirðu ekki að láta þetta útúr þér.
Betra: „Mér myndi líða betur ef þú gætir gert þetta fyrir mig, en ég skil ef þú þarft tíma.“

7. „Ég er bara svona – þú verður að sætta þig við það.“

Þetta er varnarlína sem „lokar“ fyrir þann möguleika að vaxa og vinna saman. Sambönd byggja á sveigjanleika.
Betra: „Ég veit að þetta er hluti af mér sem ég get lagað, en ég er tilbúin/n að vinna í því.“

Orð hafa áhrif – þau geta byggt brú eða brotið hana niður. Þegar við veljum orð af virðingu og forvitni í stað varnar og reiði, opnum við fyrir dýpri tengingu.


Sjá einnig:

SHARE