7 stórsniðug ráð til að fríska upp á þvottinn!

Vissir þú að skothelt ráð til að halda gallabuxunum eins og nýjum er að fylla skál af vatni, skella buxunum í og hræra í með 2 dl af salti – en saltið skerpir á litnum og kemur í veg fyrir að efnið upplitist.

Sjá einnig: Snilld: Segðu sokkaskrímslinu stríð á hendur!

Svo er líka hægt að smella gallabuxunum í poka og setja í frysti en þannig má draga úr ólykt, ótrúlegt nokk!

Sjá einnig: Mögnuð sex barna móðir: Hannaði SJÚKLEGA flott þvottahús!

Hlaupa fötin í þvotti? Lita þau frá sér? Þvoðu á köldu. Ekki spurning. Þannig kemur þú ekki bara í veg fyrir að fötin komi pínulítil út – heldur tryggir þú einnig að fallegu flíkurnar smiti ekki frá sér og eyðileggi annan þvott.

Hér fara nokkur frábær ráð til að nota í þvottahúsinu – stórsniðugt!

SHARE