Stefnumótaráð frá 1970: – “Ríghaltu í manninn þegar hann gefur þér eld”

Glansritið Cosmopolitian hefur sannarlega staðist tímans tönn, veitt ungum konum ófá ráðin á sviði einkalífsins og verið gríðalega umdeilt tímarit allt frá fyrstu tíð. Cosmo hefur oft þótt vera leiðandi á sviði fegurðar og heilsu; er ýmist kallað “hallærislegt með eindæmum” eða “hrikalega kúl” og er án efa ein ljúfasta synd flestra kvenna sem flett hafa glansriti um ævina.

Cosmo er eitt af þessum tímaritum sem flestar konur lesa en fæstar vilja kannast við. Og tímaritið hefur komið út í ein sextíu ár þegar hér er komið sögu! Vel af sér vikið, litla tískubiblían þín. Þau eru sárafá tímaritin sem halda út lengur en meðalæviskeið mannskepnunnar varir.

Við á ritstjórn gluggum stundum í Cosmo og rákumst nýverið á einkar athyglisverða umfjöllun frá sjöunda áratugnum sem einmitt kemur glettilega inn á hvernig best er að koma karlmanni til með fingrunum einum saman. Tímarnir hafa sannarlega breyst, eða hvað?

 

3

 

 

– “Brjóttu bikarinn hans í arninum” ráðleggur Jani Gardner. Orðatiltæki? PLÍS?!? 

– “Teldu rifbein mannsins” heldur konan áfram.

– “Gróðursettu tré með honum” malar Jani mild í bragði.

– “Leggstu á maga mannsins og klappaðu síðum hans” ….

 

2

 

“Mældu hitastigið þegar hann heldur að hann sé með hita. Taktu líka púlsinn! Þó þú vitir ekkert hvað þú ert að gera.”

– “Pússaðu hringinn hans með tannkremi. Byggðu fyrir hann sandkastala. Leiktu þér að beltinu hans …”

– “Leggðu hendur þínar um nakið mitti mannsins og starðu beint framan í hann”

– “Ríghaltu í hendi hans þegar hann gefur þér eld í sígarettuna”

 

 

1

 

– “Nuddaðu fætur hans að aftan meðan hann stendur uppréttur”  (leggstu á gólfið og gældu við upprétta kálfa mannsins?) 

– “Taktu símann úr hendi hans einmitt þegar hann er að hringja símtal”

– “Færðu honum fullan matardisk og mataðu manninn … áður en þú færð þér bita sjálf”

 

Heimild: Huff Post

SHARE