72% einstaklinga sögðust vera í sambandi með öðrum en þeir hefðu óskað sér – Fjarlægðin gerir fjöllin blá?

Heldur þann versta en þann næstbesta“ 

Þetta á Snæfríður Íslandssól að hafa sagt við föður sinn þegar hún vildi ekki giftast Sigurði dómkirkjupresti. En nýleg könnun bendir til að einn af hverjum sjö sætti sig við þann næstbesta ef sá/sú sem valin(n) var fæst ekki.

Við höfum líklega flest lent í því að fá ekki þann eða þá sem við vildum. Og lífið heldur áfram og við hittum aftur einhvern sem við getum verið hamingjusöm með. Í nýlegri rannsókn sem Siemens stofnunin stóð fyrir var niðurstaðan sú að einn af hverjum sjö eru í samböndum sem spruttu ekki af ástinni stóru.

72% segjast vera í hjónabandi með öðrum en þeir hefðu óskað sér

Um tvö þúsund manns tóku þátt í rannsókninni og af þeim sögðu um 72% að þeir væru í sambandi eða hjónabandi með öðrum en þeir hefðu óskað sér. Um helmingur þessa fólks sagðist myndu slíta núverandi samband ef það ætti völ á „stóru ástinni“ sinni.

Þetta er sárt sérstaklega fyrir þann sem er í tapliðinu.

Fjarlægðin gerir fjöllin blá

Það er svo sannarlega rétt að fjarlægðin getur gert fjöllin ansi mikið blá. Í minningunni er stóra ástin oft laus við alla galla og við ímyndum okkur hið fullkomna samband með fyrstu ástinni. Við látum eftir okkur að hugsa – hefði átt, hefði getað, hefði viljað- og búum okkur til ímyndaðan heim og kjósum að gleyma vandamálunum og muna bara eftir góðu stundunum.  Það er kannski engin huggun en samt er bara gott að skilja að líklega er þessi tilbúna mynd af fyrra sambandinu ekki alveg rétt.

“helmingur myndi fara frá maka sínum til að vera með „ástinni sinni“ 

Sambandsráðgjafinn Rachel DeAlto sem stjórnaði nefndri könnun segir að það sé bara allt í lagi að þykja vænt um fyrri  félaga sinn eða maka. Hún lagði til að fólk velti eftirfarandi hlutum fyrir sér:

Það er ekkert við það að athuga þó að fólk minnist öðru hverju á fyrri félaga eða maka. Það er nauðsynlegt fyrir fólk að átta sig á það er heilbrigt að minnast á fyrri maka- ef hann er ekki daglega á vörum þér og þú ert ánægð(ur) í núverandi sambandi þínu.

Maður ætti að forðast ósanngjarnan samanburð. Hefurðu sett fyrrri maka á stall? Ertu alltaf að bera núverandi og fyrrverandi maka saman? Finnst þér þinn maki aldrei nógu góður? Öll þessi atriði  vísa til þess að enn eigi fyrri makinn stóran sess í huga þínum.

Traustið er stórt atriði í heilbrigðu sambandi. Ef sambandið er eins og lýst er hér að ofan byggir það einfaldlega ekki á trausti.

Slepptu bara takinu á fyrri maka

 

SHARE