Það sem fötin hylja: Húðflúraðir fletta sig klæðum

Það sem fötin hylja, er það sem menn vilja; stendur einhvers staðar ritað. Og segir ekki mynd meira en þúsund orð? 

Í þessum magnaða myndaþætti sem ber einfaldlegga heitið “Tattoo Project” og  ljósmyndarinn Spencer Kovats myndaði fyrir nokkru bera fjölmargir hugrakkir og húðflúraðir einstaklingar líkama sinn fyrir linsunni; fletta klæðum fyrir manninn með linsuna og sýna í raun hvað er að sjá þegar fötunum hefur verið fækkað og þeirra “innra sjálf” er afhjúpað.

Allar myndirnar eru tvískiptar, en á þeirri fyrri má sjá einstaklinginn eins og hann kemur öðrum fyrir sjónir í daglegu lífi. Á seinni myndinni hafa einstaklingarnir hins vegar flett sig klæðum og athyglisvert er að sjá hversu létt þeim flestum virðist, rétt eins og þeirra innra eðli nái þá fyrst að njóta sín þegar “hulu hversdagsamstursins” hefur verið varpað af öxlum þeirra.

Á sama tíma má vel sjá og velta fyrir sér hvernig við vegum og metum aðra í daglegu lífi, hvaða fyrirfram ákveðnu hugmyndir við leyfum okkur að móta um einstaklinga sem við eigum yfirborðsleg samskipti við á leið okkar gegnum hvern dag.

 

Hvað í raun vitum við um fólk, þegar upp er staðið? 

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29

 

 

 

SHARE