8 algeng mistök sem konur gera sem bitna á heilsunni

Við erum margar að reyna að lifa heilsusamlegu lífi, æfum reglulega, borðum heilsusamlegan mat og fleira. Það eru samt nokkur atriði sem margar konur klikka á og eru mjög algeng.

Hér eru þau:

1. Drekka ekki nóg vatn

Margar konur segja að það sé erfitt að drekka 8 glös af vatni daglega. Það eru samt fleiri aðferðir til, til þess að „vökva“ líkamann en að drekka bara venjulegt vatn. Þú getur til dæmis bætt uppáhalds berjunum þínum út í vatnið, t.d. vínberjum, jarðarberjum, kirsuberjum og bláberjum. Margir kreista líka smá sítrónu eða lime út í vatnið. Ef þú ert ekki að fá nægan vökva getur það valdið munnþurrki, svima, skapsveiflum og jafnvel harðlífi. Einnig er gott fyrir þær sem vilja grennast að drekka vel af vatni.

2. Sleppa úr máltíðum og borða ekki nógu hollt

Ef þú sleppir úr máltíðum minnkar það brennsluna þína og stuðlar að því að þú borðir of mikið. Þú getur þyngst og það eru margir sjúkdómar sem geta fylgt í kjölfarið. Ef þú borðar ekki hollan mat á daginn þá er alveg viðbúið að þú sért þreytt og orkulaus. Heilhveiti, baunir, hnetur, fræ, ávextir og grænmeti hraða efnaskiptunum, bæta meltinguna, gefa þér aukna orku, halda græðginni í lágmarki og bæta heilsuna þína á allan hátt. Borðaðu ávexti og grænmeti að minnsta kosti þrisvar á dag og þú munt finna mikinn mun á heilsunni.

3. Borða ekki nóg prótein

Það halda það margir að grænmetisætur fái ekki nægilegt magn af próteini og í sumum tilfellum er það satt, en alls ekki alltaf. Jafnvel þó þú sért EKKI grænmetisæta getur verið að þú sért ekki að fá nóg af próteini. Það er mjög mikilvægt að fá góðu próteini til þessa að halda blóðsykrinum í jafnvægi, minnka hungur, bæta einbeitingu, hjálpa til við að halda vöðvamassa og losa sig við óæskileg kíló. Tvinnið bókhveiti, chia fræjum, spirulína, hampi, soja, eggjum og öðrum próteinríkum mat í daglega fæðið þitt til þess að vera viss um að fá nóg prótein.

4. Borða ekki nóg af kolvetnum

Ef þú borðar ekki nóg af kolvetnum veldur það höfuðverk, þreytu, skapsveiflum, hægðatregðu og ógleði. Það sem meira er, þá getur skortur á kolvetnum orðið til þess að þú borðar of mikið. Samt sem áður er gott að velja kolvetnin vel. Borðið heilhveiti, belgbaunir, baunir, fræ, hnetur, ávexti og grænmeti, en borðið þetta allt í hófi. Forðist óheilsusamleg kolvetni eins og kökur, kex, þurrkaða ávexti, brauð, morgunkorn og sultur.

5. Borða ekki nóg af fitu

Ef þú borðar fitu rétt, þyngistu ekki af henni. Það getur verið hættulegt fyrir heilsuna þína að fá enga fitu eða alltof lítið af henni. Líkaminn þinn þarf góða fitu til að virka rétt og gefa þér orku út daginn. Borðaðu avókadó, fræ, hnetur, hnetusmjör og ólífur til þess að borða góða fitu. Forðastu að nota dýrafitu í matinn þinn.

6. Æfir of mikið

Það er klárt mál að það er gott fyrir þig að stunda líkamsrækt en ef þú æfir of mikið verður þú bara uppgefin. Þú getur skaðað vöðvana þína og jafnvel bara slasað þig. Það sem meira er þá getur það valdið kvíða og þunglyndi. Þeir sem æfa mikið standa oft í þeirri meiningu að þeir geti borðað meira því þeir muni hvort sem er brenna þessum auka kaloríum. Það er misskilningur. Það er nóg að æfa í 30-60 mínútur á dag til að halda þyngdinni í lagi og vera heilbrigð og svo auðvitað að borða hollan mat.

7. Sefur ekki nóg

Það, að fá ekki nægan svefn, er ein þau stærstu mistök sem fólk gerir þessa dagana, þegar kemur að heilsunni. Það hafa allir nóg að gera, partý og áhugaverðir sjónvarpsþættir stela athyglinni og bitnar á svefninum. Ef þú sefur ekki að minnsta kosti í 7 klukkutíma á nóttu, vertu tilbúin að eiga við stress, kvíða, þunglyndi, svefnleysi, óstjórnlega löngun í mat, offitu og fleiri heilsufarsleg vandamál.

8. Sleppir æfingu

„Í dag er brjálað að gera hjá mér svo ég hef ekki tíma fyrir æfingu“ og „ég á afmæli í dag svo ég á skilið að sleppa úr æfingu“ eru algengar afsakanir fyrir því að sleppa úr æfingu. Ef þú hreyfir þig ekki getur það leitt af sér ofát, offitu, hæga meltingu, stress og þunglyndi. Ganga, skokk, hlaup og sund eru allt góðar hreyfingar, svo ekki sé talað um jóga. Reyndu eins og þú getur að hreyfa þig eitthvað smá á hverjum degi.

 

Heimildir: Womanitely

Tengdar greinar: 

Hvernig verður heilsa barnanna okkar í framtíðinni?

Klórblandað vatn hefur áhrif á heilsuna

Umbreyttu heilsunni með „Oil pulling“

5 einfaldar leiðir að frábærri heilsu

SHARE