Aron Freyr Elmers er 8 ára. Hann fæddist með hjartagalla og hefur nú þegar hefur hann farið í 22 aðgerðir, 15 í Boston og 7 í Reykjavík. Hann er með flókið afbrigði af „Fernu Fallot“ (Fallots tetralogy). Þann 23. apríl mun Aron Freyr fara til Boston til að gangast undir sína 23. aðgerð. Hann mun fara út með móður sinni og munu þau dvelja í um það bil 2 vikur þar. Kostnaðurinn við svona ferðir er mikill, en móðir Arons og amma munu fara með honum og þurfa að kaupa sér gistingu á gistiheimili sem er á vegum spítalans.

1604981_573930106016174_941965691_n

 Opnuð hefur verið Facebook-síða fyrir Aron Frey og þar hafa margir farið fögrum orðum um þennan litla dreng. Móðursystir hans skrifaði:

„Ég man þegar þessi gleðigjafi kom í heiminn og var hann það veikur að ég fékk ekki einu sinni að sjá hann fyrr en nokkrum mánuðum seinna. Ég hef verið til staðar fyrir systur mína og þennan fallega dreng síðan frá degi eitt. Ég get ekki ímyndað mér það hversu erfitt þetta er fyrir systur mína, því það tekur rosalega á að horfa upp á þetta litla skinn fárveikt.
Ég veit að þessi styrktarreikningur mun koma þeim á betri stað, minna stress og mun hjálpa þeim mjög mikið í gegnum þetta stóra ferli.
Ég hef og mun alltaf vera til staðar og mun gera allt til þess að hjálpa þeim og vonandi fáum við hjálp frá ykkur öllum.“

Fyrir þá sem vilja og geta hjálpað fjölskyldunni er bent á reikning sem hefur verið stofnaður í nafni Arons: 0526-14-402805. Kennitala/tilvísun: 111105-2510 (Aron Freyr Elmers).

Við vitum að það geta ekki allir gefið peninga eins og staðan er í dag og viljum við því biðja sem flesta um að deila þessari grein á Facebook, það hjálpar líka.

 

SHARE