8 fæðutegundir sem auka kynlöngun

Að mörgu leiti getur kynlíf og matur tengst saman. Ef þú borðar óhollan mat getur það haft slæm áhrif á kynlíf þitt, rétt eins og hollur og góður matur getur haft jákvæð áhrif á það. Mataræði sem er fullt af steinefnum og vítamínum mun bæta innkirtlakerfið þitt, sem stillir af testosteron og estrogen, sem eru hormónar sem stjórna kynlöngun og frammistöðu.

Hér eru 8 fæðutegundir sem munu bæta kynlíf þitt og gott væri að bæta inn í matseðilinn daglega:

 8-Foods-That-Can-Improve-Your-Sex-Life-1

1. Sellerí

Sellerí er með lágt kaloríuinnihald og er virkilega kynæsandi grænmeti. Það inniheldur adrosterone og adrosrenal, sem eru efni sem gera þig meira kynæsandi. Það inniheldur einnig örlítið magn af karlhormónum sem eykur á kynlöngun kvenna.

2. Humar

Humar er ótrúlega prótínríkur, fullur af sinki, kopar og selen sem getur aukið kynlöngun karlmanna. Humar er einnig ríkur af fosfór sem eykur kynlöngun.

 3. Grænmeti með grænum laufum.

Þau eru virkilega kynæsandi vegna þess að í þeim er mikið af A vítamíni sem styður við innkirtlakerfið. Þau innihalda einnig joð sem styður við virkni skjaldkirtilsins.

 4. Jarðaber.

Þau eru ekki bara dásamlega góð á bragðið, heldur eru þau rosalega kynæsandi. Þau innhalda mikið magn af C vítamíni, trefjum og fólinsýru og þau eru ein af bestu frygðunarlyfjunum. Þau innihalda ríflegt magn af omega-3 sem eru bráðnauðsynleg fyrir kynferðislega örvun.

5. Dökkt súkkulaði.

Hvað er betra fyrir elskhuga? Það inniheldur phenylethylamine sem er endorphine sem flæðir um í heilann þegar við verðum ástfangin. Deildu súkkulaði með elskhuga þínum áður en þið farið í rúmið. Því meira því betra og njótið.

6. Hnetur

Í hnetum er amínó sýran l-arganine sem bætir blóðflæði í heila. Þær innihalda einning fitusýrur sem auka endorphine upptöku og bætir almennt blóðflæði. Þær hjálpa til við að auka unað og ýtir undir fullnæginu.

7. Bláber.

Auka blóðflæði sem þýðir betri kynhvöt og betri kynferðisleg virkni. Bláber eru full af andoxunarefnum sem eyða sindurefnum og láta þig vera meira kynæsandi. Þau innihalda einnig dopamin sem örvar það svæði í heilanum sem sér um unað.

8. Vatnsmelóna

Hún er ekki bara dásamlega góð, heldur er hún frábærlega unaðsaukandi. Þær innihalda aminosýrir sem auka blóðflæði til kynfæra og hjálpar þér að fá aukna fullnægingu.

Nú er ykkur ekki til setunnar boðið. Skutlist út í næstu búð og kaupið ykkur innihaldsefnin fyrir uppskriftina að frábæru kynlífi.

Heimildir: Womendaily

SHARE