Það getur reynst mjög erfitt að fá flata magann sem þú þráir en það er alveg hægt. Hér eru nokkrar fæðutegundir sem þú ættir að sleppa ef þú vilt sléttan maga:

 

1. Skyndibiti

FreeDigitalPhotos.net

 

Við vitum öll að skyndibitamatur er mjög hitaeiningaríkur og getur valdið allskonar heilsuvanda. Ef þú vilt minnka kviðfituna þá er kominn tími til að hætta í skyndibitanum.

 

2. Alkóhól

 

Margir áfengir drykkir eru mjög hitaeiningaríkir en það versta er samt, að þeir auka líka matalystina. Þú ættir að sleppa þeim ef þú vilt sléttan maga.

 

3.Gosdrykkir

Hættu að drekka gosdrykki. Líka þessa sem eiga ekki að vera með neinum sykri í. Gosdrykkir hægja á efnaskiptunum og auka fituframleiðslu þína.

Sjá einnig: 10 fæðutegundir sem hraða efnaskiptunum 

4. Majones

 

Ef þú elskar majones skaltu muna að majones er að minnsta kosti 80% fita. Notaðu frekar sýrðan rjóma eða annað sambærilegt.

 

5. Franskar

Franskar kartöflur eru sérlega gómsætar, en því miður, valda þær því að þú færð kviðfitu.

 

6. Ís

Ís er fullur af sykri sem þýðir bara eitt: Kviðfita. Ekki gleyma að kviðfita er hættulegasta fitan.

 

7. Salt

Þú verður að reyna að sneiða framhjá sykri og salti til að komast í frábært form. Sódíum bindur ekki bara fituna heldur er það bara mjög óhollt.

Sjá einnig: 7 fæðutegundir sem hjálpa til við svefn

8. Ekki láta plata þig með „sykurlausum“ vörum

Fæðutegundir sem eru merktar „sykurlausar“ og með sætuefnum henta aðallega þeim sem eru með sykursýki. Ef þú vilt minnka kviðfituna ættirðu að sneiða hjá þessum vörum.

 

Heimildir: womendailymagazine.com

SHARE