8 geggjaðar leiðir til að skreyta skapahár kvenna

Skapahár kvenna og viðhorf karla til nauðrakaðra barma er viðfangsefni hinnar 23 ára gömlu Rhihannon Schneiderman. Stúlkan, sem hefur vakið ómælda athygli fyrir gerð seríunnar, segir í viðtali við Huffington Post kveikjuna að hugmyndinni hafa kviknað út frá þeim þráláta orðrómi að konur sem ekki snyrtu skapahár sín væru óaðlaðandi kynverur.

Rhiannon Schneiderman Photography

„Í stuttu máli sagt fæddist hugmyndin í kjölfar ádeilna á eðli kvenleika og hlutverk kynjanna. Það var mikið að gerast í lífi mínu þegar ég gerði seríuna sjálfa; ég er nemi við ljósmyndaskóla sem er mitt í hringiðu poppmenningar á Daytona Beach, Florida en staðsetningin sjálf er í mínum augum menningarlegt svarthol. Á því tímaskeiði sem serían var tekin sat ég undir stöðugri gagnrýni fyrir að ganga ekki í brjóstahaldara, raka ekki á mér fótleggina og að sofa ekki hjá karlmönnum svo eitthvað sé nefnt.”

Rhiannon Schneiderman Photography

Serían hefur farið sem eldur í sinu um fjölmiðla vestanhafst og þannig sagði Rhihannon í viðtali við Design Taxi að seríunni væri ætlað að skopstæla hefðbundin viðhorf til hlutverka kynjanna. „Mig langaði að segja almenningi að þessi viðhof væru fáránleg. Mig langaði að stuða fólk. Mig langaði að ögra viðteknum gildum til kvenleika og hlutgervingar kvenna sem er gegnsýrð og litar allt okkar samfélag.”

Rhiannon Schneiderman Photography

Með verkefni sínu segist Rhihannon einnig hafa komið eigin viðhorfum til skila og að hún vonist í einlægni til að konur vakni til aukinnar vitundar; að serían eigi eftir að vekja upp áleitnar spurningar er tengjast viðhorfum til líkamsraksturs kvenna. „Af hverju þykir mörgum svona skrýtið að hafa brúskuð skapahár? Hvers vegna eru konur sem raka sig ekki undir höndunum átaldar ógeðslegar? Eða þær sem raka ekki á sér fótleggina? Af hverju stuða líkamshár kvenna fólk yfir höfuð? Af hverju þykir í lagi að gagnrýna konu á opinberum vettvangi fyrir það eitt að snyrta ekki eða raka alveg líkamshár sín? Hvers vegna þykir mörgum í lagi að gagnrýna líkamsvöxt annarrar manneskju?”

 

Verk Rhihannon má skoða HÉR en að neðan má sjá fleiri myndir úr seríunni:

Rhiannon Schneiderman Photography

Rhiannon Schneiderman Photography

Rhiannon Schneiderman Photography

Rhiannon Schneiderman Photography

Rhiannon Schneiderman Photography

SHARE