8 merki um að hann sé kvennabósi

Ef þú ert að leita þér að manni til þess að vera í sambandi með þá viltu ekki að hann sé með fullt af stelpum í takinu á sama tíma og þið eruð að hittast.

Hér eru nokkur merki um hvernig þú getur þekkt kvennabósa frá góðu gaurunum:

1. Hvernig náði hann í þig?

Kvennabósi er svona gaur sem er alltaf með gælunöfn fyrir alla. Hann talar um bílinn sem hann ekur og er örugglega með hálsmen. Því fleiri hálsmen, því verra.

2. Hann stendur ekki við orð sín

Hann er alltaf að segjast ætla að gera eitthvað en gerir það svo ekki. Talar um það þegar þú munir hitta fjölskylduna hans og þegar þið farið saman til útlanda en aldrei verður af neinu. Hann stingur upp á því að þið gerið eitthvað saman sen svíkur það svo.

3. Hann vill bara hitta þig seint á kvöldin

Ef hann heyrir ekki í þér fyrr en seint á kvöldin, eftir svona kl 21, þá eru mjög miklar líkur á því að hann sé bara að nota þig eins og allar hinar.

4. Hann hrósar þér of mikið

Auðvitað viljum við konur allar fá hrós fyrir hversu skemmtilegar, fyndnar og dásamlegar við erum, en þegar hann er farinn að hrósa þér oftar einu sinni og oftar en tvisvar í sömu setningunni þá er hann bara að reyna að komast í buxurnar þínar.

5. Hann hringir ekki daginn eftir

Ef þið sofið saman þá hringir hann ekki daginn eftir. Ef honum væri alvara með ykkur þá myndi hann hringja í þig daginn eftir eða í það minnsta senda þér sms.

6. Hann er alltaf á netinu

Hann er alltaf inni á Facebook, Twitter eða tölvupóstinum sínum og vill ekki að þú sjáir hvað hann er að gera. Auðvitað kemur það fyrir að hann er að sinna einhverju einkamáli, en svo er allt eins líklegt að hann sé að spjalla við einhverja sem þú værir ekki hrifin af því að hann væri að spjalla við.

7. Hann hefur verið einhleypur lengi

Ef hann hefur verið lengi einhleypur og ekki verið í neinum samböndum í lengri tíma en 6 mánuði, þá er mjög líklegt að hann sé bara ekki gerður til að vera í sambandi.

8. Hann er alltaf daðrandi

Hann daðrar við þig, vinkonur þínar, vinnufélaga og bara alla sem hann kemst í tæri við. Ef þú ert úti á meðal fólks með honum veitir hann öllum öðrum en þér mest alla sína athygli og tekst ekki að fara leynt með það.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here