8 snilldar kynlífsráð til að tileinka sér

Það er alltaf gaman að læra nýja hluti um kynlífið og lesa sér til. Á síðunni Sheknows fundum við nokkur skemmtileg ráð sem gaman er að prófa, það er að segja ef þið hafið ekki gert það nú þegar.

1. Fiðrildið
Konan liggur á bakinu með bakið og mjaðmirnar á rúmstokknum og karlmaðurinn getur staðið við rúmið meðan hann fer inn í hana. Hún setur svo fæturnar á axlir hans og spyrnir aðeins upp á við svo mjaðmirnar lyftist upp. Þessi stelling verður til þess að konan á að geta fengið góða fullnægingu í gegnum leggöngin. Ef hann fer ekki of langt inn, getur hann jafnvel örvað g-blettinn.
modified-coital-alignment-technique-sex-position2
 2.Krossinn

Þið byrjið í trúboðastellingunni og þegar hann er kominn inn, á konan að færa fætur sínar saman, á milli fóta hans. Hann lætur þá þyngd sína fram í líkamann svo myndist þrýstingur á snípinn meðan hann hreyfir sig. Þessi stelling er kjörin fyrir konur sem fá aðallega fullnægingu með því að örva snípinn.

baring-the-scepter-sex-position

3. Hringurinn
Hvort ykkar um sig getur gert þetta „trix“ þó það sé auðveldara fyrir þann sem er undir að gera þetta. Þetta fer þannig fram að hringur er myndaður með þumli og löngutöng í kringum rótina á limnum. Togið forhúðina svo niður þannig að kóngurinn er alveg ber. Þetta gerir taugaendana aðgengilegri og limurinn verður allur næmari.
the-countertop-sex-position
4. Uppi á borði
Konan liggur uppi á borði og maðurinn er standandi. Þessi er alltaf mjög skemmtileg því hún er öðruvísi og svolítið „bönnuð“. Þessi er æsandi fyrir báða aðila því oft eru báðir aðilar hálfklæddir og þið eruð að öllum líkindum á opnu svæði. Hann kemst djúpt og kemur við staði sem eru sjaldnast snertir.  Það er öruggt að þið verðið bæði ótrúlega æst og spennt í þessari stellingu.
the-seated-scissors-sex-position2
5. Sitjandi skæri
Í þessari stellingu hefur konan stjórnina og ákveður hversu djúpt og í hvaða stefnu limurinn fer inn í hana og einnig hversu mikið snípurinn er örvaður. Karlmaðurinn liggur á bakinu með hnén beygð og konan fer með fætur sínar sitt hvoru megin við annan fótinn á honum. Konan getur fundið rétta staðinn sem hentar henni og finnur kannski meira að segja aðeins fyrir örvun frá lífbeininu hans.
standing-up-sex-position
6. Standandi
Þessi stelling er rosalega æsandi og frábær fyrir þau pör sem ráða við hana en hún krefst þess að báðir aðilar séu í góðu formi og sterkir. Þið finnið mikla nánd og hún er krefjandi sem gerir það að verkum að þið tengist tilfinningalegum böndum sem og líkamlegum.
uncloaking-the-clit-sex-position
7. V-ið
Það er mjög mikilvægt að hafa það í huga að snípur konunnar er mjög næmur og þar sem hann er vel varinn þá verður stundum að gera hann aðgengilegri. Það er langbest að nota vísifingur og löngutöng til þess að „afhjúpa“ snípinn og láta hann fá þá örvun sem  hann á skilið.
 8. Rassajóga
Ef karlmaðurinn kann að meta það að láta koma við rassinn á sér þá ættirðu kannski að gefa honum smá rassjóga. Þá tekurðu rasskinnarnar og togar þær í sundur, svo ýtirðu þeim saman aftur, ein upp og hin niður á móti.  
SHARE