8 þyngstu einstaklingarnir í sögunni

Að vera 500 kíló er veruleiki sem er ansi fjarlægur manni. Afar sorglegur veruleiki – þó að sumt af þessu fólki hafi tekið þá ákvörðun að éta sig bara í hel, með það að markmiði að setja einhverskonar heimsmet í þyngd.

Eftirfarandi einstaklingar hafa komist á spjöld sögunnar vegna þyngdar sinnar:

a98150_g1

Paul Mason – hann var einu sinni talinn þyngsti maður í heimi. En á tímabili vó hann rúmlega hálft tonn. Paul setti ofan í sig einhverjar 20.000 kalóríur daglega, þegar hann var sem þyngstur.

a98150_g2

Donna Simpson – hún setti sér það markmið árið 2008 að verða þyngsta kona í heimi. Á tímabili hélt hún úti vefsíðu þar sem fólk gat borgað fyrir það að horfa á hana borða. Árið 2010 komst hún í Heimsmetabók Guiness en hún er þyngsta konan sem fætt hefur heilbrigt barn í þennan heim. Hún tók sig þó á í kjölfarið og fór í megrun til þess að verða betri móðir.

a98150_g3

Manuel Uribe – hann vó á tímabili næstum 600 kíló og var alfarið ófær um að hreyfa sig. Það var árið 2001, hann kom svo öllum að óvörum og birtist 181 kílói léttari í ítölskum sjónvarpsþætti árið 2006. Hann þvertekur fyrir að hafa farið í einhverskonar aðgerðir – hann segir að þetta hafi allt átt sér stað með hjálp lækna og næringafræðinga.

a98150_g5

Kenneth Brumley – hann vó 468 kíló og var búinn að vera rúmliggjandi í fjögur ár þegar að slökkviliðsmenn þurftu að berja niður veggina heima hjá honum til þess að hægt væri að ná honum út. Hann gekkst undir hjáveituaðgerð og var settur á afar strangt matarræði.

a98150_g6

Michael Hebranko – hann vó eitt sinn hálft tonn var á tímabili þyngsti einstaklingur í heimi. Hann setti svo heimsmet í kílóamissi þegar hann missti heil 90 kíló á 19 mánuðum með hjálp þjálfara og næringafræðinga. Það met var skrásett í Heimsmetabók Guiness árið 1990.

a98150_g7

Mayra Rosales – hún var 470 kíló að þyngd árið 2008 og var kærð sama ár fyrir að kremja 2 ára gamlan frænda sinn.

a98150_g8

Jon Brower Minnoch (1941-1983) – Árið 1978 var Jon skráður þyngsti maður í heimi, 635 kíló að þyngd.

a98150_g10

Dzhambik Khatokhov – hann hefur hampað þeim vafasama titli að vera feitasta barn í heimi síðan árið 2003. Þegar hann var 9 ára vó hann 147 kíló og þótti móður hans ekkert óeðlilegt við hann.

Tengdar greinar:

13 ranghugmyndir um næringu sem gerðu heiminn feitan og veikan

Hann var feitasti maður í heimi – Hefur í dag misst 304 kg

Fordómar gagnvart feitu fólki!

 

SHARE