Kaiden litli var fyrirburi, lítill og brothættur. Sá hræðilegi atburður átti sér stað að faðir hans kyssti barnið sitt og vissi ekki að hann bar í sér  herpes vírusinn.  Líkami barnsins þoldi ekki vírusinn og ekki var unnt að bjarga barninu þó að allt væri gert sem í mannlegu valdi stóð. Í sex vikur barðist barnið fyrir lífi sínu en dó svo, aðeins átta vikna gamalt.

Það var hræðilegt áfall fyrir foreldrana að komast að því að það var herpes vírus frá föður barnsins sem olli þessu skelfilega slysi. Flestir bera þennan vírus en hann er yfirleitt óvirkur í fólki. Faðirinn var með frunsu á vör þegar hann kyssti barnið og þar með var skaðinn skeður. Ómögulegt er að ímynda sér sorg foreldranna þegar það bætist við barnsmissinn að faðirinn kennir sér um að barnið dó. Ekki eru þó neinir aðrir að álasa honum.  Í sorg sinni kveinar faðirinn að barnið myndi enn vera á lífi ef hann hefði haldið sig frá honum. Foreldrar drengsins berjast nú fyrir því að ungum foreldrar séu fræddir um þessi mál svo þetta komi ekki fyrir aftur.

Herpes simplex vírusinn (HSV) veldur frunsum. Flestir bera þennan vírus en oftast er hann óvirkur. Fólk smitast við snertingu svo sem kossa og jafnvel við brjóstagjöf. Yfirleitt er vírusinn ekki hættulegur fólki en hann getur verið ungabörnum banvænn af því að ónæmiskerfi þeirra en enn óþroskað. Vírusinn er  ungabörnum hættulegastur fyrstu sex vikur ævinnar.Það er ekki auðvelt að greina vírussmit í ungabarni en fólk ætti að vera á verði ef barnið hættir að drekka, fær hita, verður máttlaust og grætur mikið.Fólki er bent á að vera alls ekki að kyssa börn ef það er með frunsu eða líkur eru á að frunsa sé að myndast.

SHARE