Fimm SMS mistök sem karlmenn senda konum #drunktexting

Okei, strákar. Þá er laugardagskvöldið runnið upp; einhverjir farnir að smella letilega í góm. Enginn vafi leikur á því að þrátt fyrir rigninguna og rokið … er nóttin ung, farsíminn jafnvel fullhlaðinn og einhvers staðar þarna úti lúrir hún, hin fullkomna kona.

En hvernig á að fanga athygli hinnar fullkomnu konu eftir miðnætti á laugardagskvöldi? Með farsímann að vopni, vonarglampa í augum og ljúfar hugrenningar í rassvasanum? Snillingarnir á vef allra herramanna, Ask Men hafa svör á reiðum höndum fyrir alla þá sem eru í stefnumótahugleiðingum, gætu þegið ráð frá sér reyndari og vilja forða stórslysi með fáránlegum skilaboðum sem orka fælandi á … já. Hina fullkomnu konu.

PS: Bannað að klæmast nema þú viljir komast í glötuðu bókina! 😉

 

[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”XxRt9OQMzVg”]

SHARE