Beyoncé er gallharður feministi: Pósar sem Rosie the Riveter

Hafi einhver vafi leikið á því hver viðhorf Beyoncé eru til femínisma, hefur poppgyðjan nú með öllu sett kyrfilegan punkt við spursmálið með nýjasta uppátæki sínu á Instagram. 

Það var sl. þriðjudag sem Beyoncé setti sig í stellingar Rósu gömlu – eða Rosie The Riveter – eins og hún er gjarna kölluð. Hér að neðan má sjá stjörnudívuna sem gengur undir nafninu Queen Bey í daglegu tali sperra vöðvana, væntanlega í þeim tilgangi að gefa út skýra yfirlýsingu þess efnis að konum séu allir vegir færir.

En hver var Rosie gamla? Á sagnfræðivefnum history.com er spurningunni svarað svo:

Þegar bandarískar konur flykktust út á vinnumarkaðinn meðan á seinni heimstyrjöldinni stóð var það vegna þeirrar gífurlegu eftirspurnar eftir almennu vinnuafli en markaðurinn varð fyrir gríðarlegu höggi þegar eiginmenn, bræður, feður og synir skráðu sig í umvörpum til herþjónustu. Á árunum 1940 til 1045 jókst hlutfall útivinnandi húsmæðra frá 27% og í heil 37% og þegar komið var fram til ársins 1945 var ein af hverjum fjórum giftum konum starfandi utan heimilis. Rosie the Riveter, sem var stjarnan að baki afar árangursríkri herferð sem miðaði að því að ráða fleiri konur til starfa í hernaðarverksmiðjum, varð í raun ein öflugasta táknmynd hinnar útivinnandi konu meðan á styrjöldinni stóð.

 Sennilega er Beyoncé með þessari myndeilingu að vísa til þeirrar speki að sjálfstæð sé konan ánægð; að treysta á framfærslu eiginmanns sé ótryggur grunnur og að þróttur kvenna sé nær óþrjótandi. Hvað sem því líður, eru skilaboðin öflug. 

 

Áfram stelpur! 

 

 

SHARE