9 algengir ávanar sem hafa slæm áhrif á húðina

#1 – Þrífur húðina ekki nógu vel

Hefur þú einhverntíman furðað þig á því hvers vegna bómullin fyllist af farða þegar þú ert að setja á þig tóner, þó að þú sért nýbúin að þrífa andlitið með tilskildum vörum? Það er vegna þess að langflestum make-up remover vörum tekst ekki að fjarlægja allan farða í fyrstu tilraun. Farði getur verið mjög þrjóskur en ef hann er ekki hreinsaður almennilega burt áður en þú ferð að sofa heldur hann áfram að skaða húðina og valda bólum yfir nótt. Það getur verið sniðugt að endurtaka ferlið til að ganga úr skugga um að húðin sé alveg hrein, nota tóner og skrúbba reglulega.

#2 – Notar ekki réttu vörurnar

Húðfrumurnar endurnýja sig yfir nóttina svo það er um að gera að maka á sig vörum sem eru ætlaðar til að styðja við húðina í því ferli. Að því leitinu til er mikilvægt að eiga sérstakt næturkrem. Margir láta sér dagkremið duga yfir nóttina, sem er gott og blessað upp á raka að gera, en gerir annars ekki sama gagnið og næturkremin sem hafa margvíslega virkni. Fjárfestu í næturkremi til að vinna vinnuna fyrir þig á meðan þú sefur, krem með virkum efnum sem fjarlægja dauðar húðfrumur (glucolic acid, lactic acid, AHA/BHAs), nærir (hyaluronic acid, E-vítamín, jojoba og fl. náttúrulegar olíur) og hjálpar húðinni að græða sár og jafna sig (retinol, andoxunarefni). Húðin verður allt önnur þegar þú vaknar.

Sjá einnig: Húðkrabbamein, ljósabekkir og sól

#3 – Óheppilegar svefnvenjur

Staðbundið bómullarkoddaver er því miður ekki að fara að gera þér neina greiða. Silki- og satínkoddaver eru góð fjárfesting. Ekki er nóg með að það komi í veg fyrir að hárið flækist yfir nótt, heldur kemur það líka húðinni til hjálpar og minnkar líkurnar á hrukkum. Það skiptir líka máli hvort þú sefur á maganum eða bakinu. Það segir sig sjálft að ef þú sefur á maganum með andlitið klesst upp við koddann ertu mun líklegri til að fá ótímabærar hrukkur. Þyngdarlögmálið er miklu vingjarnlegra við þá sem sofa á bakinu.

skincare---z

#4 – Sefur í of heitu herbergi

Það er fátt betra en að skríða upp í heitt rúm í hlýju herbergi og skilja nístingskuldann eftir úti þar sem hann á heima yfir nóttina, ekki satt? Nei, ekki satt. Því miður. Það getur haft slæmar afleiðingar í för með sér fyrir húðina að sofa í of miklum hita. Af þessum ástæðum slökkva konur í Kóreu á ofninum inni hjá sér áður en þær fara að sofa og hlaða frekar á sig ábreiðum. Heitt og þurrt andrúmsloft þurrkar upp húðina og gerir hana líflausa. Skrúfaðu niður hitann, opnaðu gluggann og dúðaðu þig vel ef þú vilt koma í veg fyrir það.

#5 – Síminn þinn

Talar þú stundum í símann eftir að þú ert búinn að þvo andlitið fyrir svefninn? Á símanum þínum grassera allskonar bakteríur sem valda húðinni bólum og fleiri óþægindum. Það er kannski erfitt að hafa stjórn á því yfir daginn, þó það sé vissulega hægt að vera duglegur að spritta sig og þurrka framan af skjánum, en það er gott að hafa það fyrir reglu að bera símann ekki upp að andlitinu fyrir svefninn.

Sjá einnig: Ert þú með þurra húð?

#6 – Nátthrafnaávanar

Það er vissulega alltaf freistandi að gefa sér auka klukkutíma til að hanga yfir einhverju á netinu, horfa á einn þátt í viðbót eða dunda sér við eitthvað annað þegar maður nennir ekki að fara að sofa alveg strax, en það er samt svo vont fyrir mann þegar á heildina er litið að maður ætti í rauninni ekki að geta réttlætt það fyrir sér. Húðin þolir slíka tendensa mjög illa, enda er góður nætursvefn það mikilvægasta sem hún fær. Best er að sofa í 7-8 tíma á hverri nóttu til að húðin geti endurnýjað sig almennilega og gert þig frísklegri, svo ekki sé minnst á alla hina ótalmörgu kostina. Gerðu ykkur báðum þann greiða.

Pretty smiling female applying cosmetic cream on face

#7 – Áfengisdrykkja

Margir vilja halda því fram að einn drykkur fyrir svefninn hjálpi þeim að sofa vel en vísindin hafa nú hrakið þessa mýtu í eitt skipti fyrir öll. Samkvæmt rannsóknum hvílír líkaminn sig ekki jafn vel með áfengi í blóðinu og hann myndi annars gera. Því hefur áfengisdrykkja óumdeilanlega skaðleg áhrif á það hreinsunarferli sem húðin gengur í gegnum á nóttunni. Svo er áfengi náttúrulega bara eitur fyrir allan líkamann, sér í lagi ef þess er neytt í óhófi.

Sjáðu #8 og #9 hér! 

 

SHARE