9. des – Jóladagatal Hún.is

Nú fer að styttast í jólin og við hjá Hún.is erum komnar í gjafagírinn. Síðastliðin tvö ár höfum við verið með jóladagatal 1.- 24. desember og höldum áfram þessari skemmtilegu hefð, sem hefur notið mikilla vinsælda.

Screen Shot 2014-12-09 at 11.09.02Í dag ætlum við að gefa gjöf frá Skifan.is, en það er nýjasti diskurinn með hljómsveitinni Amabadama en þau hafa verið að gera allt vitlaust með laginu „Hossa Hossa!“ sem er mikið í spilun um þessar mundir. Það eina sem þú þarft að gera er að skrifa í athugasemd hér að neðan; „Amabadama

Hér má sjá myndbandið með laginu Hossa Hossa!

Hljómsveitin Amabadama er íslensk reggae-hljómsveit sem samkvæmt lýsingunni á Facebook síðu bandsins hefur mannkærleik í fyrirrúmi:

Við í Amaba Dama spilum Reggae tónlist því hún lætur hamingju regn streyma um líkamann og sáir gleði fræjum í hjörtum mannsins, ekki veitir af í heimi sem er í svartholi peninga og græðgi. Það þýðir nefnilega ekki að láta neikvæð öfl ná yfirhöndinni á lífinu, eftir 2000 ár verður gullöld mannkynsins, við huggum okkur við það. Við viljum tryggja barnalán ♥ fyrir komandi kynslóðir þurfum við að greiða leið, hjálpum þeim að hjálpa börnum sínum. Elskum börnin. Elskum hvort annað. Við trúum á eitthvað annað en það sem engu máli skiptir. Það er líf útum allt í alheiminum. 1 ♥

Skífan er með frábært úrval af tónlist, kvikmyndum og fleira

Skífan er rótgróin verslun með tónlist, kvikmyndir og fleira en hún var stofnuð árið 1975 og eru verslanirnar tvær talsins í dag: Í Kringlunni, á fyrstu hæð við hliðina á Hagkaup, og í Smáralind, á fyrstu hæð beint á móti Nova.

Til þess að taka þátt skrifarðu í athugasemd hér fyrir neðan: „Amabadama“ og þú ert komin í pottinn.
– Drögum út í kvöld!

9des

SHARE