9 hlutir sem félagsfælni vinur þinn vill segja þér

Ímyndaðu þér að eyða heilu kvöldi úti á meðal fólks og það eina sem þú getur hugsað er hvort fólk sé að horfa á þig og dæma þig. Þegar heim er komið eyðirðu svo ómældum tíma í að hugsa um það sem þú sagðir og gerðir og hvort það hafi verið hallærislegt eða skrýtið.

Svona líður manneskju með félagsfælni. Talið er að um 15 milljón manns í Ameríku þjáist af félagsfælni. Það er samt erfitt fyrir fólk sem hefur ekki upplifað félagslega fælni að skilja hvað viðkomandi er að upplifa.

Hér eru 10 hlutir sem vinur/vinkona þín sem er með félagsfælni vill að þú vitir.

1. Þetta ert ekki þú, þetta er hún/hann.

„Það er mikilvægast af öllu að taka ekki kvíða annarrar manneskju persónulega,“ segir Julie Pike geðlæknir sem hefur sérhæft sig í meðferðum á kvíða. „Þetta hefur ekkert með okkur sem einstaklinga að gera.“ Þetta þýðir ekki að viðkomandi líði illa í kringum þig.

Hinsvegar ef þið rifust nýlega og það er búin að vera spenna á milli ykkar, gæti verið að hún/hann sé ekki búin/n að jafna sig á rifrildinu. En þetta þarf ekki að þýða að þú hafir gert nokkuð rangt, heldur þýðir þetta að hún/hann sé hrædd/ur um að segja eitthvað rangt, hver svo sem ástæðan er.

 2. Ef hún/hann er fálát/ur, er hún/hann væntanlega að reyna að hafa stjórn á kvíðanum.

Ef vinur/vinkona þín virðist annars hugar í samtölum, eins og hún/hann sé ekki að fylgjast með eða virðir þig ekki viðlits, þarf það ekki að þýða að viðkomandi vilji ekki tala við þig. Hún/hann er bara að nota alla sína orku í að bæla niður kvíðann. „Oftast tekur fólk ekkert eftir því að félagsfælið fólk sé með kvíða,“ segir Dianne Chambless prófessor í geðlækningum. „Þetta virkar frekar eins og viðkomandi sé bara kuldaleg manneskja.“ Kaldhæðnin í þessu er svo að viðkomandi verður þá fráhrindandi og fólki líkar síður við hann/hana og það er eitt af því sem félagsfælið fólk hræðist mest, að fólki líki ekki við þau.

3. Hún/hann er ekki að reyna að svíkja þig, hún/hann getur bara ekki farið út núna.

Ef félagsfælni vinur þinn af þakkar boð um að fara út eða hættir við að koma með þér út, getur ástæðan verið að hann/hún er að reyna að forðast kvíðvænlegar aðstæður. Í stað þess að hætta að hafa samband og gefast upp á henni/honum, reyndu frekar að fá að vita hvað er að. Það eru góðar líkur á því að þið getið rætt þetta og hreinsað loftið svo að öllum líði betur.

4. Hún/hann finnur eflaust fyrir meiri félagslegum kvíða í kringum sína nánustu. Ekki móðgast.

Þó svo að kvíði í kringum ókunnuga sé kannski algengari, þá eru samt sumir sem finnst erfiðara að vera í kringum sína nánustu vini. „Það er sjaldgæfara en það eru samt alveg raunin hjá mörgum,“ segir Pike. „Þetta snýst meira um það, hvað hverjum og einum finnst standa mest ógn af. Ef heilinn í mér lætur mig halda að vinir mínir dæmi mig harðar en ókunnugir myndu gera, þá mun ég vera kvíðnari með vinum mínum.“

5. Hún/hann vill eyða tíma með öðru fólki og kynnast nýju fólki, en það er bara mjög erfitt.

Ein af ástæðunum fyrir því að félagsfælni er svo erfið viðfangs, er að fólk með félagsfælni hefur oft, innst inni, mikla þörf fyrir félagsleg samskipti. Það lítur kannski ekki þannig út fyrir utanaðkomandi aðilum „Ef þessir aðilar hefðu engan áhuga á því að hafa samskipti við aðra, væri þetta miklu minna mál. Fólk með félagsfælni er óhamingjusamt því það hefur svo takmörkuð samskipti við annað fólk,“ segir Chambless.

6. Þegar manneskja fær félagslegan kvíða, frýs hún og verður mjög vandræðaleg.

Þegar líkami þinn skynjar ótta og varnarviðbrögðin fara í gang, getur þú átt erfitt mað að einbeita þér og muna. „Fólk fer að þá að eiga vandræðaleg samskipti og þegar heim er komið fer það að berja sig sjálft niður og líða illa með sjálft sig,“ segir Pike. Næsti hittingur verður því ennþá erfiðari og manneskjan fer að forðast svona aðstæður.

7. Það er hægt að vera sjálfsöruggur en samt með félagsfælni.

Fólk með félagsfælni getur verið með gott sjálfsöryggi í sumum sviðum lífs síns, jafnvel þó þeim skorti sjálfstraust í samskiptum við nýtt fólk eða hópa af fólki. „Alltaf þegar einhver er með mikinn kvíða út af einhverju, þá vantar viðkomandi sjálfstraust á því sviði.,“ segir Chambless. Samskipti við annað fólk er stór partur af lífinu, svo skortur á sjálfstrausti á félagslega sviðinu getur tekið sinn skerf af sjálfstraustinu á öðrum sviðum.

8. Slepptu stóra partýinu – Farið frekar í fámenna partýið

Fyrir utan að tala opinberlega, þá eru stór partý örugglega einn af ógnvænlegustu aðstæðum fyrir fólk með félagsfælni. Í partýjum eru allir að spjalla og það getur valdið kvíða. „Fólk með félagsfælni á erfitt með spjall, því þeim finnst að allt sem þau segja verði að vera gáfulegt eða fyndið,“ segir Chambless.

9. Hvatning þín hjálpar, en ekki segja henni/honum að hætta að vera kvíðin/n.

Besta hvatningin fyrir félagsfælinn einstakling er að hjálpa honum að stíga inn í óttann og að láta hann vita þegar hann er að gera vel. „Ekki segja við þennan einstakling að hætta bara að vera kvíðinn, það virkar ekki,“ segir Pike. „Það besta sem þú getur sagt er: „Ég veit þetta er erfitt og ég er stolt/ur af þér.“ eða „Gott hjá þér.““

Heimildir: Amy Marturana fyrir Self

SHARE