9 leiðir til að veita HONUM betri munnmök

Við skrifuðum á dögunum 9 leiðir til að veita HENNI betri munnmök og nú er að sjálfsögðu komið að honum.

Horfðu í augun á honum

Það er alveg ótrúlegt hvað bara það að horfa aðeins í augun á honum getur gert fyrir hann. Ekki verra ef þú ert með smá stríðnisglampa í augunum.

Notaðu hendurnar með

Það eru fæstar konur sem geta tekið allan lim karlmannsins upp í sig því líffræðilega er það í mörgum tilfellum ómögulegt. Það er samt sniðugt að nota hendurnar sem „framlengingu“ á munninn. Það er t.d. hægt að gera með því að búa til „O“ með hendinni og setja hana upp að munninum og hreyfa hendina í takt við munninn. Þá líður karlmanninum eins og hann sé kominn með hann „allan“ inn.

Tæknin skiptir máli

Það er mjög oft talað um að „sjúga typpi“ en það eru samt alls ekki allar konur sem í raun sjúga nokkuð. Margar hverjar setja bara varirnar og munninn utan um liminn og hreyfa svo hausinn upp og niður. Karlmaðurinn verður alveg vitlaus ef þú sýgur í leiðinni. Fyrir þær sem kunna kannski ekki tæknina við að sjúga þá er best að setja tunguna upp í góminn og renna henni svo aftur og þá myndast einhverskonar „ryksuguáhrif“. Hafðu í huga að þú getur aðeins notað þessa tækni á svona 5-10 cm af limnum, þú getur ekki gert þetta alla leið og haldið „ryksuguáhrifunum“. Það er líka mismunandi hversu mikinn kraft karlmaðurinn vill láta sjúga sig með, passaðu að gera alls ekki of fast og prufaðu þig áfram.

Notaðu tunguna á alla vegu

Þú notar örugglega tunguna mikið þegar þú ert að veita munnmök en það sem margar konur vita ekki er að það veitir honum mikinn unað ef þú notar neðri hluta tungunnar. Sá hluti tungunnar er alveg einstaklega mjúkur allt öðruvísi áferð heldur en efri hluti tungunnar. Þú getur til dæmis notað þennan hluta tungunnar svona: Haltu um liminn miðjan og leggðu neðri hluta tungunnar rétt fyrir neðan kónginn, þar sem haftið er og hreyfðu tunguna eins og rúðuþurrku. Hann mun elska það!

Ís í brauðformi

Þessi tækni segir sig eiginlega sjálf. Það sem þú gerir er að sleikja liminn að neðan og alveg upp með slakri, flatri tungunni. Farðu allan hringinn og skildu ekkert eftir.

Takturinn er fyrir öllu

Þegar þú ert þarna niðri skiptir takturinn miklu máli. Prófaðu að gera 5 sinnum hægt, svo 4 sinnum hægt og einu sinni hratt, svo 3 sinnum hægt og 2 sinnum hratt og þannig koll af kolli. Þegar þú ert komin í 5 sinnum hratt byrjaðu þá aftur upp á byrjun. Þessi tækni eykur fjölbreytileika og býr til eftirvæntingu en hvort tveggja er mikilvægt atriði í munnmökum.

Það má nota tennurnar (með varúð)

Það er í lagi að nota tennurnar ef þú gerir það með fyllstu varúð og það skiptir öllu máli hvernig það er gert. Ein aðferðin er að bleyta tennurnar og varirnar vel og leggja höfuðið á hlið og renna þannig tönnunum upp og niður liminn. Passaðu að gera þetta bara alls ekki of fast.

Munnmök á ís

Settu upp í þig ísmola áður en þú hefst handa. Hitinn í munninum á þér er ekki lengi að bræða molann en hann mun finna reglulega smá kalt í smá stund, þangað til ísmolinn er búinn og þá er bara hiti. Þetta er skemmtileg tilbreyting.

Á hvolfi

Leggstu á bakið, til dæmis í rúmið, hallaðu höfðinu aftur og láttu hann standa á gólfinu. Þegar hann setur liminn upp í þig, kemst hann enn lengra en venjulega og hann getur stjórnað hraðanum. Við vitum að karlmenn elska að stjórna en passaðu bara að hafa hemil á honum svo þér líði sem best.

 

 

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here