93% gagnkynhneigðra karla segjast kúra undir sömu sæng – Rannsókn

Láttu engan segja þér annað; gagnkynhneigðir karlmenn deila hiklaust rúmi ef því ber að skipta og það sem meira er, þeir “spúna” hvern annan þegar þeir lúra undir sömu sæng.

 

Þetta segja niðurstöður nýlegrar breskrar rannsóknar sem birt var fyrir skömmu í fagritinu Men and Masculinities, en niðurstöður sem gerðar voru opinberar í mars á þessu ári, tók á rúmvenjum breskra, hvítra íþróttamanna á háskólaaldri. Í ljós kom að 93% þáttakenda hafa ýmist deilt rúmi með öðrum gagnkynhneigðum karlmanni á sama aldri eða gert hið fyrrgreinda og sofið í faðmlögum með félaga sínum.

Strákum finnst líka gott að kúra … 

Rannsakendur segja niðurstöðurnar benda til þess að ímynd karlmennsku sé önnur í dag en áður var; að með auknum skilningi á samkynhneigð og þverrandi fordómum séu gagnkynhneigðir karlmenn óhræddari en áður við að láta tilfinningar sínar og þörf fyrir hlýju í ljós.

Mark McCormack, annar tveggja rannsakanda segir karlmenn nútimans mun “mýkri” en forfeður þeirra og að hann hafi í félagi við Eric Anderson, sem einnig tók þátt í rannsókninni, oft gert tilraunir með kúr meðan á verkefninu stóð.

… en það hefur ekkert með kynhneigð þeirra að gera 

Gagnkynhneigðir karlmenn faðmast og kúra saman. Það er ekkert leyndarmál. Okkur langaði hins vegar að skilja af hverju. Okkur lærðist að sumir þeirra ungu manna sem svöruðu spurningalistanum skildu ekki fordóma eldri karla gagnvart samkynhneigð. Og okkur lærðist líka að það eru yfirleitt eldri karlmenn sem eru mótfallnir hommum. Ekki þeir yngri.”

Eldri karlar fælnari við nánd en þeir yngri … 

Mark segir verkefnið hafa heillað þá félaga ekki hvað síst vegna þeirra samfélagslegu tabúa sem hafa ríkt um snertingu meðal karla. “Þeir karlar sem voru óhræddir við að snerta hvern annan voru álitnir samkynhneigðir áður fyrr. Karlmenn vildu fyrir alla muni halda andliti, vera ósnertanlegir svo þeir forðuðust snertingu hvern við annan. Allt til þess að útiloka allar hugmyndir um samkynhneigð. Enginn mátti halda að næsti maður væri hommi.”

… og hómófóbía fer þverrandi 

En Mark segir þetta viðhorf vera á undanhaldi: “Við sáum skýran mun milli kynslóða; eldri karlmenn sem ólust upp á áttunda áratugnum og fyrr eru líklegri til að vera hræddir við að vera álitnir samkynhneigðir og sýna enn merki um viðbjóð þegar hlýja meðal karla er rædd, en yngri karlar eru mun jákvæðari fyrir faðmlögum þegar félagar þeirra eiga í hlut. Sem segir okkur svo aftur að yngri karlmenn eru ósnertanlegri gagnvart viðhorfum umheimsins.”

Brómans er “IN” í dag

Þó neikvæð viðhorf til samkynhneigðar séu á undanhaldi segir Mark þó að fordómar séu enn ríkjandi. “Hómófóbía er enn ríkjandi meðal karla, en gagnkynhneigðir menn af yngri kynslóðum eru ekki jafn fordómafullir og þeir sem eldri eru. Þeir sem yngri eru þora að faðmast, ganga um í fallegum klæðnaði, hugsa vel um líkamann og eru óhræddir við að tala út um tilfinningar sínar.” 

 

Lesa má allt um rannsóknina, sem birtist í fagritinu Men and Masculinities HÉR

SHARE