Á allra vörum – Þerrum tárin, styrkjum gott málefni!

Þær Gróa Ásgeirsdóttir, Guðný Pálsdóttir og Elísabet Sveinsdóttir eru manneskjurnar á bak við fjáröflunarátakið Á allra vörum.
Að þessu sinni beinir Á allra vörum kastljósinu að málefnum geðheilbrigðis á Íslandi. Málaflokkur geðheilbrigðra er sveltur fjárhagslega og því miður eru enn margir haldnir fordómum gagnvart geðsjúkum. Nú er hafin söfnun fyrir sérstakri bráðageðdeild eða gjörgæsludeild fyrir allra veikasta fólkið okkar. Ríkið fjármagnar einungis brot af þeim kostnaði sem verkefnið krefst og vonin er að  „Á allra vörum“ takist að safna því sem uppá vantar. Við hjá Hún.is styrkjum þetta frábæra framtak.

Það veit enginn hver er næstur
Þeir sem standa að þessu verkefni vilja vekja þjóðina til meðvitundar um  málefni geðfatlaðra á Íslandi – “það veit enginn hver er næstur. Allir geta þurft að glíma við geðveiki einhvern tímann á ævinni. Það vilja sennilega allir búa í samfélagi þar sem hugsað er vel um veikt fólk – óháð því hvaða nafni sjúkdómurinn kann að nefnast.”

Stefnt er að því að safna 40 milljónum króna með sölu á „Á allra vörum“ glossunum og í sérstökum þætti á RÚV í september. Átakið stendur yfir frá 6.–20. september og reiknum við með að dreifa glossunum á sölustaði í byrjun september. Í kjölfarið hefst öflug markaðs- og kynningarherferð þar sem áhersla er lögð á málefnið.

Við hvetjum alla til að styrkja gott málefni – það er frábært að geta keypt sér fallegt gloss og styrkt verðugt málefni í leiðinni.

[youtube width=”600″ height=”325″ video_id=”8aKZa5t5vVg”]

 

SHARE