Á „vini“ útum allan heim – Þarf ekki kærasta

Poppsöngkonan Ke$ha segist ekki hafa getað átt í venjulegu sambandi við strák vegna mikilla anna í vinnu sinni. Hún segist frekar eiga einnar nætur gaman hér og þar um heiminn.

 

Ég hef ekki neinn tíma fyrir ástina. Ég á samt sérstaka vini í mörgum mismunandi borgum í heiminum, svo það hjálpar. Ég fer út og fæ mér drykk og fer í freyðiböð með vínglas með einhverjum sætum strák. Það eina sem skiptir mig máli er að fara í risastóra tónleikaferð útum allan heim. Ég hef engan áhuga á einhverjum frægum gaurum, strákarnir sem ég fíla eru svona mótorhjólatöffarar með sítt hár, sítt skegg, mótorhjól og elska „heavy metal“ tónlist,

segir Ke$ha
Það hafa verið uppi einhverjar sögusagnir um Ke$ha og Justin Bieber en samkvæmt þessari lýsingu hennar á draumaprinsinum þá er Justin klárlega ekki hann.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here