Bjorn Ulvaeus segir að aðdáendur ABBA geti átt von á nýju lagi í september eða október á þessu ári, en hljómsveitarmeðlimir slitu samstarfi fyrir 37 árum síðan.

Bjorn sagði í viðtali við Denmark’s Ekstra bladet að þetta tæki allt saman mjög langan tíma. „Þessu hefur verið frestað svo lengi.“

ABBA skaust upp á stjörnuhimininn árið 1974 þegar þau tóku þátt í Eurovision með lagið Waterloo. Þau áttu fjölmarga smelli sem hafa haldið vinsældum sínum, eins og Dancing Queen, Mamma Mia og fleiri.

 

SHARE