Að byrja daginn vel

Það getur verið erfitt að rífa sig í gang á morgnana, sérstaklega í myrkrinu og kuldanum sem umlykur Ísland á þessum árstíma.
Hér að neðan koma nokkur ráð til þess að auðvelda þér að byrja daginn þinn vel, sem í flestum tilfellum setur síðan tóninn fyrir daginn.

1. Passaðu að þú sérst að fá nægan svefn, ekki of mikinn og ekki of lítinn.


Flestir þurfa um 7-8 tíma nætursvefn, en að sjálfsögðu getur þessi talað sveiflast í hvora áttina sem er eftir aðstæðum.
Góð rútina getur þarna spilað lykilhlutverk. Að fara að sofa á svipuðum tíma á hverju kvöldi og vakna á svipuðum tíma á hverjum degi kemur upp góðri rútínu sem líkaminn og undirmeðvitundin byrjar að venjast.

2. Vertu búinn að undirbúa/skipuleggja það sem hægt er kvöldinu áður

Finna til föt fyrir heimilisfólkið, smyrja nesti, ganga úr skugga um að íþróttafötin séu í íþróttatöskunni osfrv. Gott skipulag dregur úr líkum á streitu þar sem óvæntar uppákomur eru ólíklegri.

3. Það getur verið mjög gott að byrja daginn á stóru vatnsglasi, jafnvel með sítrónu útí

Líkaminn tapar töluverðum vökva yfir nóttina og vatnsdrykkja í morgunsárið getur verið frískandi, stuðlað að hreinsun líkamans sem og hjálpað meltingunni. Einnig finnst lengra komnum gott að setja matskeið af eplaediki (e. apple cider vinegar) í vatnsglas og drekka, en sýnt hefur verið fram á að það stuðli að jafnari blóðsykri yfir daginn.

4. Búa um rúmið

Mörgum finnst það að búa um rúmið vera algjörlega heilög byrjun á deginum, öðrum finnst það alls ekki. En talað hefur verið um það að með því að búa um rúmið sérstu búin að ljúka fyrsta verkefni dagsins, sem sé í kjölfarið hvetjandi til þess að ljúka fleiri verkefnum.

5. Finndu þína rútínu

Við erum eins ólík og við erum mörg og það sem hentar einum hentar ekki endilega þér. Það getur þó verið sniðugt að prufa og finna út hvað hentar þinni rútínu vel. Morgunæfingar, morgun göngutúr, hugleiðsla, morgunsturta (heit eða köld) o.s.frv.
Allt eru þetta hlutir sem stuðla að bættri andlegri og líkamlegri heilsu, og ef það hentar þér ekki að stunda æfingar á morgnana gæti hugleiðsla eða líkamsteyjur verið frábær kostur til að byrja daginn.

Höfundur greinar

Greinin birtist fyrst á Doktor.is og er birt með góðfúslegu leyfi þeirra

SHARE