Að eyða byggð í þágu náttúruverndar

Náttúrvernd og byggðarstefna eru hugtök sem mér finnst ekkert hafa náð alltof vel saman hér á landi undanfarna áratugi. Eins mikið og mér er annt um náttúru Íslands þykir mér ekkert síður vænt um íbúa og litlu fallegur bæina á landsbyggðinni. Ég rakst á þessa áhugaverðu grein á veraldarvefnum á síðunni www.vikubladid.is. Ágústa Ágústsdóttir er ung kona sem er sauðfjársbóndi og rekur litla ferðaþjónustu á norðausturlandi ásamt fjölskyldu sinni. Það er ansi auðvelt að vera í dómarasætinu hér á höfuðborgarsvæðinu þegar maður þarf ekki að hafa sömu áhyggjur og aðrir á landsbyggðinni hafa hvað varðar það sem við myndum kalla “grunnþjónustu”.

Það er með ólíkindum að ætla enn og aftur að troða ofan í okkur enn einum forræðishyggjuskattinum sem jaðrar við hryðjuverk og gerir þeim okkur sem búa á landsbyggðinni enn erfiðara að eiga þar heima. Svo ég tali nú ekki um öll fyrirtækin sem þangað tengjast eða eru þar starfrækt

Ég og fjölskylda mín rekum um 550 kinda sauðfjárbú á norðausturhorninu. Þar eru dráttarvélar.  Ég er verktaki skólaaksturs í Öxarfirði og þarf til þess verks rútu.  Til þess að komast á milli þurfum við yfir vetrartímann að eiga breyttan jeppa. Partur af þessari „jeppaleið“ er á aðalskólaleið.  Algjörlega útilokað er að verða sér úti um rafmagns- dráttarvél, -rútu eða –jeppa. Þar utan eigum við fjögur börn og tvö af þeim í framhaldsskóla á Akureyri með tilheyrandi akstri og kostnaði.

Við rekum litla ferðaþjónustu við Ásbyrgi sem við höfum reynt að byggja upp frá grunni með lítið á milli handanna en höfum okurvexti bankanna og háa greiðslubyrði okkur til halds og trausts þar.

Ferðaþjónustujörðin okkar stendur á barmi Ásbyrgis með þjóðgarðinn hinumegin við girðinguna. Öll uppbygging á jörðinni er að mestu undir hæl þjóðgarðsins.  Þegar ég tók við jörðinni af fyrrum eiganda hennar, hrikti í stoðum Umhverfisráðuneytisins fyrir sunnan því plön þeirra hljómuðu öðruvísi. Ríkið ætlaði sér jörðina, fella hana undir þjóðgarðinn og leggja enn eina jörðina í eyði. Allt fyrir hagsmuni náttúrunnar. Yfir annari jörð á austurbarmi Jökulsárgljúfurs vokir náttúruverndargammurinn og vill ólmur læsa klónum sínum í, til að leggja í eyði.

Að refsa okkur „almúganum“ endalaust með sköttum ofan á skatta vegna heimskulegra ákvarðana stjórnvalda, kallar á þá heitu ósk að senda vinstri öfgamenn til baka í tímavél, aftur til miðalda þar sem þeir réttilega eiga heima. Og í skjóli þeirra strýkur þæga framsóknarkisan sér af gömlum vana, utan í sköflungum þeirra í von um að meiga vera „memm“.

Staðreyndin er sú að hér á landi hefur ekki verið virkur landsbyggðaflokkur síðan fyrir hrun. Engin sterk rödd er lengur til staðar sem hefur þor til að benda á betri og skilvirkari lausnir en nú er gert.

Þetta er mjög áhugaverðar pælingar og spurning hvað fólk vill gera. Er lausnin sú að smala öllum íbúðum landsins hægt og rólega á suðvesturhornið?

Hægt er að lesa alla grein Ágústu hér.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here