Ný sería af The Voice er komin vel af stað og er auðvitað ekki laus við dramatík. Samkvæmt miðlum ytra, blæs köldu á milli Adam Levine og Miley Cyrus en þau eru bæði raddþjálfarar í þáttaröðinni. „Adam virðist ekki þola Miley og talar aldrei við hana, jafnvel þegar engar myndavélar eru í gangi og vill ekkert með hana hafa. Hann virðist vera þreyttur á henni en hún á það til að gjamma frammí þegar hann er með orðið,“ segir heimildarmaður RadarOnline.

Sjá einnig: Miley, Alicia, Adam og Blake sameinast í söng

Samkvæmt þessum heimildarmanni standa Adam og Alicia Keys, sem er líka raddþjálfari, saman á móti Miley. Þau eiga að hafa gert með sér samkomulag um að láta ekki neinn úr liði Miley vinna í þessar þáttaröð.

SHARE