Aðdáendur fríkuðu út

Eva Mendes (46) birti mynd af sjálfri sér þar sem hún er í ákveðinni fegrunarmeðferð.

View this post on Instagram

A post shared by Eva Mendes (@evamendes)

Þetta lítur út fyrir að vera alveg ógeðslega vont. Þetta heitir mono-threading eða það sem myndi kannski þýðast sem mono-þræðing. Samkvæmt Mariana Vergara, sem framkvæmdi meðferðina segir að hún auki kollagen framleiðslu, þykki húðina, stinnir hana og gerir áferðina fallega. Þetta á að vera lausnin við að fá ekki lafandi húð á hálsi og kjálkalínu.

Aðdáendur Evu hafa gjörsamlega misst sig eftir að myndin birtist og athugasemdum hefur rignt inn. Aðspurð segir Eva að þetta sé merkilega lítið vont og hún sé með frekar lágan sársaukaþröskuld.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here