Aðdáendur Shania Twain eru í sjokki

Shania Twain (58) kom fylgjendum sínum á óvart þegar hún birti nýverið mynd af sér á Instagram. Fylgjendum þótti söngkonan hafa breyst gríðarlega og drógu það meira að segja í efa að þetta væri virkilega hún.

Shania er með bleikt hár á myndinni og virðist geisla af sjálfstrausti en fylgjendur hennar eru ekki sannfærðir. Ein manneskja skrifaði: „Þessi manneskja á myndinni lítur ekkert út eins og þú!“ og önnur skrifaði:  „Hvað kom fyrir þig? Óþekkjanleg!“. Fólk gekk svo langt að segja að þetta væri nú augljóslega ekki Shania sjálf.

Hvað haldið þið kæru lesendur?

SHARE