Aðdáendur taka eftir óþrifnaði í svefnherbergi Kourtney Kardashian

Kourtney Kardashian kann svo sannarlega að vekja athygli. Hvort sem hún er að klippa son sinn eða að velja sér allt öðruvísi brúðarkjól, þá veit hún alveg hvað vekur athygli. Nýjar myndir sem hún birti vöktu þó athygli af neikvæðum ástæðum. 

Eins og fylgjendur Kourtney vita, giftist Kourtney Travis Barker árið 2022 og eignuðust þau son í nóvember 2023. Kourtney leyfði fylgjendum sínum að fylgjast með sér á meðgöngunni og stækkandi óléttubumbunni.

Kourtney lítur auðvitað óaðfinnanlega út með kúluna sína en það er ekki það sem aðdáendur taka eftir. Það taka allir eftir óhreina rúmgaflinum á rúminu hennar.

Einn skrifaði: „Höfðagaflinn er ógeðslegur!“

Annar skrifaði: „Kourtney var bara í alvöru að birta mynd af skítugum höfðagaflinum sínu, fyrir allan heiminn að sjá!“

 

Fólk er náttúrulega stundum alveg óþarflega grimmt þegar kemur að athugasemdakerfunum. Annar benti á að það sem honum þætti sérkennilegast við þessa mynd að það væru svona margar bækur í náttborðinu og var þá að gefa í skyn að hún væri engan veginn týpan sem myndi lesa bækur.

Sjá einnig:

SHARE