Adele ætlar að taka sér frí í 10 ár

Adele hefur ekki farið leynt með það hversu mikilvægt móðurhlutverkið er henni. Nú þegar hún er að ljúka við tónleikaferðalag sitt í nóvember, hefur hún gefið út að hún muni ekki koma til með að fara á tónleikaferðalag næstu 10 árin.

Sjá einnig: Amma Adele í fullu fjöri

Nú þegar sonur hennar, Angelo er orðinn þriggja ára gamall og ekki langt er í að hann fari í skóla, ætlar Adele að halda sig heima fyrir. Hún mun ekki geta tekið soninn með sér í ferðalögin eftir að hann hefur skólagöngu sína og finnst Adele mun betri kostur að vera á staðnum fyrir hann.

Hún er að hugsa um að búa í Las Vegas og vera þar með sýningar, fremur en að ferðast frá syni sínum. Þessi breyting hefur því ekki mikil áhrif á fjárhag hennar, þar sem stjörnur á borð við hana eru að fá gríðarlegar upphæðir fyrir hverja sýningu.

Adele segir að það hafi aldrei farið vel í hana að ferðast mikið, því hún er í raun og veru afar heimakær. Hún er þó langt frá því að vera hætt að syngja fyrir okkur og semja tónlist, en möguleikarnir á því komast á tónleika með henni einhvern staðar annars staðar en í hennar heimabæ, eru ekki miklir.

Sjá einnig: Adele mætti óboðin í barnaafmæli

 

adele

SHARE