Adele lagar samband sitt við bróður sinn

Adele hefur varla talað við litla bróðir sinn Cameron O´Sullivan í um það bil tvö ár, en svo virðist sem þau tvö hafi náð sáttum núna. Hún tilkynnti að Cameron (20) myndi mæta á tónleika hennar og fannst henni það mikið gleðiefni.

Sjá einnig: Adele ætlar að taka sér annað 5 ára frí

Cameron er hálfbróðir söngkonunnar, en þau eiga sameiginlegan föður, Mark Evans og systkinasvipurinn leynir sér ekki. Hann segist varla hafa talað við Adele í nokkur ár, vegna þess að hún er alltaf svo upptekin, en hann á þó í mjög góðum samskiptum við móðir hennar Penny Adkins og talar við hana í síma reglulega.

Sjá einnig: „Ég grét“ – Adele elskar írska dúettinn

Adele hefur áður talað um bróðir sinn, sem eins konar tvíburabróður, vegna hversu lík þau eru í útliti og segir það mjög skítið að eiga bróður og alast ekki upp með honum. Hún segir þó líka að svo virðist sem þau geti alltaf tekið upp þráðinn þar sem hann var skilinn eftir, þrátt fyrir langan aðskilnað.

 

 adele-bro

Sjá einnig: Adele grét allan daginn eftir Grammy hátíðina

328F3EDA00000578-3509927-image-m-65_1458940278683

328F3F1C00000578-3509927-image-m-74_1458941410202

SHARE