Adele neitaði að taka þátt í Band Aid 30

Söngkonan Adele hunsaði boð Bob Geldof um að taka þátt í Band Aid 30 en hún ákvað að gefa frekar pening til hjálparsamtaka.

Bob Geldof var ekki sáttur með sönkonuna og sagði við fjölmiðla að hún væri ekki að gera neitt.

She´s not answering the phone… she´s not writing. She’s not recording. She doesn´t want to be bothered by anyone. She won´t pick up the phone to her manager. She´s bringing up a family, you know.

Bryony Gordon sem er blaðamaður á The Telegraph skrifaði grein á þriðjudaginn þar hún gagnrýnir Bob Geldof og Band Aid 30. Henni finnst hugmyndin á bakvið Band Aid vera orðin sú að frægir söngvarar eru fengnir til að gefa vinnuna sína og eru síðan lofuð fyrir það. Lagið snýst því meira um að hylla stjörnurnar heldur en að fá að vita til hvaða hjálparsamtaka peningurinn sem safnast við sölu á laginu fer til.

Bryony er því sammála Adele um að neita boðinu um að taka þátt í þessum sirkus sem Band Aid er orðinn og kjósa frekar það að gefa peninga til hjálparsamtakana Oxfam.

 

 

SHARE