Adele skilur kærastann eftir heima

Adele (27) er að leið í tónleikaferðalag um heim allan og mun hún vera meira og minna að heiman í 9 mánuði. Hún mun taka þriggja ára son sinn, Angelo með sér en kærastinn hennar Simon Konecki (41) verður heima á meðan. Simon er skuldbundinn vinnu sinni og kemst því miður ekki frá, en Adele er samt sem áður mjög spennt fyrir því að koma fram fyrir framan aðdáendur sína víðsvegar.

Sjá einnig: Adele: „Mér finnst leiðinlegt í ræktinni“

Simon á önnur börn úr fyrra sambandi en mun koma til með að kíkja á Adele þegar færi gefst og hafa þau nú þegar ákveðið að taka sumarfrí saman í júní.

Gert er ráð fyrir að nú þegar hafi 10 milljónir manns orðið sér úti um miða á tónleika hennar, en ferðalagið byrjar í Belfast í febrúar. Margir hverjir hafa látið hátt í sér heyra vegna ósættis við að hafa ekki getað fengið miða, en uppselt er á tónleika hennar víða. Tónleikarnir verða alls 105 talsins og í 18 löndum en munu enda í Mexíkó í nóvember á þessu ári.

Sjá einnig: Málaðu þig eins og Adele á 10 mínútum

0305B93300000514-2888953-image-m-2_1419763757596

Sjá einnig:Hún er aðeins tveggja ára og nær Adele ansi vel

1419784144_adele-simon-konecki_2

adele_640x480_61420427064

AdeleSimon-large

 

 

 

SHARE