Adidas slítur samstarfi við Kanye West

Kanye West hefur verið í samstarfi við Adidas í meira en 9 ár en nú er því samstarfi lokið. Adidas gaf frá sér yfirlýsingu í dag þess efnis: Vörumerkið sendi frá sér fréttatilkynningu með eftirfarandi yfirlýsingu: „Adidas sættir sig ekki við gyðingahatur eða hverskyns hatursorðræðu. Nýlegar athugasemdir og aðgerðir Kanye hafa verið óásættanlegar, hatursfullar og hættulegar og þær brjóta gegn gildum fyrirtækisins um fjölbreytileika og samstöðu, gagnkvæma virðingu og sanngirni.“

Adidas staðfesti síðan að það myndi „slíta“ sambandi sínu við rapparann strax, hætta allri framleiðslu á Yeezy vörum og stöðva allar greiðslur til Kanye með tafarlaust. Kanye hefur verið með allskonar haturfull ummæli á netinu sem snúa aðallega að gyðingum.

SHARE