Coco Austin(36) sýndi aðdáendum sínum á Instagram myndir af sér af forsíðu tímaritsins Swimmwear Illustrated frá árinu 1997 og var hún þá 18 ára gömul.

Sjá einnig: Coco Austin: „Ég vil ekki vera svona grönn“

Coco segir að hún hafi rétt verið byrjuð að lýsa á sér hárið á þessum tíma, en þetta var í fyrsta sinn sem hún prýddi forsíðu tímarits og eftir það byrjaði ferill hennar. Nú í dag er hún raunveruleikastjarna og leikur í þætti með eiginmanni sínum, leikaranum Ice-T.

Fyrir um það bil tveimur mánuðum síðan fæddi hún dótturina Chanel Marrow og eru þau foreldrar mjög glöð með litlu stelpuna, enda spara þau ekki myndirnar sem þau taka af henni. Coco þyngdist ekki mikið á meðgöngunni og hefur nú þegar misst alla þá þyngd sem hún bætti á sig á þeim tíma, en hún hefur tjáð sig um að hún kæri sig ekki um að vera svona grönn og vilji heldur vera í þykkari kantinum.

Sjá einnig: Coco átti barn fyrir aðeins fjórum dögum

 

 

 3057E68300000578-0-image-a-1_1453220979837

3057E67F00000578-0-image-a-5_1453222171389

c1

Sjá einnig: Coco er komin á steypirinn

3057FABA00000578-0-image-a-4_1453222169812

3058181300000578-3406901-image-m-7_1453223767902

SHARE