Æðislega ljúffeng möndlu-, döðlu- og súkkulaðiterta

Þessa gömlu góðu tertu kannast líklega margir við. Uppskriftin er fengin af blogginu hennar Tinnu Bjargar. Það er jú laugardagur, þá má nú alveg henda í eina svona.

Sjá einnig: Marengsterta með kókosbollurjóma og jarðarberjum

IMG_4503

Möndlu-, döðlu- og súkkulaðiterta

Botnar
4 egg

1 bolli sykur

1/2 bolli hveiti

1 tsk lyftiduft

1 1/2 bolli hakkaðar möndlur

1 1/2 bolli döðlur

100 g suðusúkkulaði

Þeytið egg og sykur vel og hrærið svo hveiti og lyftidyfti rólega saman við. Saxið döðlur og suðusúkkulaði smátt og blandið saman við deigið ásamt hökkuðum möndlum.

Smyrjið tvö hringlaga kökuform og deilið deiginu jafnt á milli þeirra. Bakið við 165° í 25-30 mínútur.

3 bananar

500 ml þeyttur rjómi

græn vínber

bláber

smá suðusúkkulaði

Hvolfið öðrum tertubotninum á disk og smyrjið um helmingi þeytta rjómans yfir. Skerið banana í sneiðar og raðið ofan á rjómann. Leggið hinn botninn ofan á tertuna og sprautið rjóma meðfram hliðum hennar. Skerið græn vínber í tvennt, dreifið þeim yfir tertuna ásamt bláberjum og rífið súkkulaði yfir.

Mér bókstaflega misbýður verðið á ferskum berjum hérna á Íslandi og nota þess vegna langoftast frosin bláber. Þau sem fást í Bónus og Iceland í hvítum pokum haldast vel þegar þau þiðna og eru virkilega bragðgóð.

SHARE