Æðislegur saltfiskpottréttur – Uppskrift

Hráefni:

800gr saltfiskbitar (útvatnaðir)
Hálfur laukur
3 stórar kartöflur
Heil paprika
2 heilir hvítlaukar
Lítil dós tómatpurre
Tómatar í dós
Hálfur líter rjómi
Salt og Pipar

Aðferð:

Skerið saltfiskinn í bita, veltið upp úr hveiti, hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn og piprið.
Fiskurinn er settur til hliðar meðan rjómablandan er gerð.

Skerið papríku smátt niður í bita, og kartöflurnar einnig í heldur smáa bita og steikið á stórri pönnu.
Bætið hvítlauknum og lauknum út í en þá á að saxa mjög smátt niður, gott að nota matvinnsluvél.
Steikja allt saman í smá tíma en bæta þá út í tómatpurre og tómötunum í dós og þar á eftir rjómanum.
Allt látið malla á pönnunni þar til kartöflubitarnir eru að verða mjúkir.
Passa að hræra í af og til því það gæti fests á botninum á pönnunni.

Þegar kartöflurnar eru orðnar mjúkar og tilbúnar þá er fiskurinn settur ofan á blönduna á pönnunni.
Lokið sett á og leyft að malla í ör fáar mínútur.

Pottréttinum er gott að bera fram með fersku salati og hvítlauksbrauði.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here