Æii, þessar bólur!

Bólur geta verið rosalega hvimleiður vandi. Margir halda að bólur komi vegna óþrifnaðar en það er sko alls ekki svo. Húðin hefur fitukirtla sem sjá um að næra húðina okkar og hindra rakatap. Fituframleiðslan er mismikil milli fólks og þegar börn komast á unglingsaldur getur verið mikið ójafnvægi á fituframleiðslunni sökum hormóna.

Margir furða sig á að vera komnir yfir ákveðin aldur og vera enn að fá bólur og fílapensla. Húðfitan getur alltaf stíflast undir yfirborðinu og er því mikilvægt að nota djúphreinsi til að ryðja leiðina fyrir hana upp á yfirborðið. Ef þið ímyndið ykkur að það sé lögð plasfilma yfir húðina í andlitinu þá yrði enginn hissa á að það myndu myndast stíflur þar undir, en það er eins með dauðu húðina sem safnast á yfirborðinu. Ef hún er ekki fjarlægð hindrar hún það að húðfitan komist upp og myndar því fílapensil sem síðan getur orðið að bólu. Einnig er mikill munur á hversu mikið betur húðin nýtir sér öll krem og maska þegar búið er að djúphreinsa hana.

Unglingarnir eiga oft í miklum vanda með húðina sína. Fyrir þá sem fá bólur og fílapensla sem eru frekar grunnir og ekki miklar bólgur í, dugar yfirleitt að fara í húðhreinsun og fá ráðgjöf og kennslu um umhirðu húðarinnar en þeir sem eru að fá miklar bólgur og kýli geta verið með svokallað acne en þá er mikilvægt að leita til læknis. Einnig geta snyrtifræðingar hjálpað fólki að meta hvort ástæða sé til að leita læknis.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here