Æsispennandi netkosning: Stuttmyndin Jón Jónsson keppir á alþjóðavettvangi

Íslenskar kvikmyndagerðarkonur fara stórum innan geirans á árinu 2014, en stuttmyndin Jón Jónsson með stórleikaranum Erlingi Gíslasyni í aðalhlutverki hefur verið valin til þátttöku á Viewster Film Fest Online (#VOFF) í flokknum Relationship status: It‘s Complicated.

Marsibil Sæmundardóttir er handritshöfundur og leikstýrir, en framleiðandi er Lára Guðrún Jóhönnudóttir. Saman mynda þær hluta af teymi arCus Films Productions sem er framleiðslufyrirtæki öflugra íslenskra kvikmyndagerðarkvenna. Nú stendur yfir netkosning og eru einungis 4 sólarhringar til stefnu, en kvikmyndin trónir nú í 33 sæti og biðla aðstandendur nú til íslensku þjóðarinnar eftir stuðningi við netkosninguna. 

 Merkilegt að íslensk stuttmynd með ekkert fjármagn skuli ná slíkum árangri  

Jón Jónsson er nemendamynd Marsibilar sem hún gerði á þriðju önn í Kvikmyndaskóla Íslands þar sem hún lærði leikstjórn og handritsgerð. Það er því merkilegt að íslensk stuttmynd sem var gerð fyrir ekkert fjármagn, en allir gáfu vinnu sína og tíma, skuli ná slíkum árangri á alþjóðavettvangi, en myndin keppir við aðrar stuttmyndir sem gerðar voru fyrir meira fjármagn, eða einfaldlega fjármagn yfir höfuð ef því er að skipta.

Fyrri verk leikstjóra einnig hlotið alþjóðlegt lof í lófa

Marsibil Sæmundardóttir er þó enginn nýgræðingur þegar kemur að kvikmyndahátíðum en fyrsta stuttmyndin hennar , Freyja, sem hún gerði á fyrstu önn sinni í Kvikmyndaskólanum var valin á fjölmargar alþjóðlegar kvikmyndahátíðir, t.a.m. Palm Springs og Cannes og vann til fjölda verðlauna.

Biðla til íslensku þjóðarinnar eftir stuðning við netkosningu

Það er því vert að fylgjast með þessum hæfileikaríka leikstjóra og handritshöfundi því hún mun sannarlega láta meira kveða að sér í framtíðinni. Sem segir hér að ofan biðlar arCus nú til íslensku þjóðarinnar því til að komast í úrslit þarf myndin að komast á Topp 10 listann en þeim áfanga verður aðeins náð með netkosningu almennings.

Aðeins fjórir sólarhringur til stefnu

Við hjá arCus erum að biðja um stuðning þjóðarinnar, því til að komast í úrslit þarf myndin að komast í topp tíu listann með netkosningu almennings. Til að atkvæðið sé gilt þarf að velja þrjár myndir í heildina en við hvetjum alla til að njóta þess að horfa frítt á Jón Jónsson þessa daga sem netkosningin stendur yfir. Tæpir fjórir sólarhringar eru eftir af netkosningunni, en öll virkni telur með í atkvæðum, hvort sem um er að deilingar á Facebook, Twitter eða einfaldlega með því að skrifa athugasemd á vefsíðunni sjálfri.

Nú eru aðeins fjórir sólarhringar til stefnu, en til að veita stuttmyndinni Jón Jónsson atkvæði: smellið HÉR

 

SHARE